03 jún Mikilvægir mælikvarðar
Ég hef velt því fyrir mér hvaða þrír mælikvarðar skipta mestu máli í daglegu lífi. Hér eru nokkur dæmi:
Karlmenn á mínum aldri þurfa að huga að því að PSA-gildið í blöðruhálskirtlinum sé undir 4, að blóðþrýstingurinn sé ekki yfir 80/120 og að BMI stuðullinn fari ekki yfir 30 þegar staðið er á baðvoginni.
Þegar við ökum bíl þurfum við að vita að tankurinn/rafhlaðan dugi til að komast á leiðarenda, hvort ekið sé á löglegum hraða og að allir farþegar séu í bílbeltum.
Í heimilisbókhaldi þarf að huga að því að tekjur dugi fyrir útgjöldum, að sparnaður tryggi áhyggjulausa framtíð og að tryggingar dekki áhættu af óvæntum atvikum.
Stjórnmálamenn þurfa að segja satt, huga að framtíðinni og virða stjórnarskrána og stjórnvöld þurfa að tryggja jafnrétti, almannahag og að innviðir landsins séu í lagi.
John F. Kennedy sagði að friður væri mannréttindi á þremur sviðum: að allir fái að lifa án ótta við hamfarir, að allir fái að anda að sér hreinu lofti og að framtíðarkynslóðir ættu rétt á heilbrigðu lífi.
Í dag er einn mælikvarði sem við verðum að huga að, en það er styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu sem við öll öndum að okkur. Hann var kringum 280 (ppm) síðustu milljón árin og fram að iðnbyltingu. Styrkurinn fór upp fyrir 400 árið 2016 og er í dag 419. Varfærin spá IPCC stofnunar SÞ segir að hann fari í 540 um næstu aldamót. Við 700 ppm leggst allt líf af á jörðinni að mati vísindamanna.
Hugum því að þessum mikilvægasta mælikvarða á milli þess sem við skoðum töluna á baðvoginni.