Starfar sjálfstætt við fyrirtækjaráðgjöf og er stundakennari við Háskólann á Bifröst. Giftur Bryndísi María Tómasdóttir. Saman eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. Áhugamál eru stjórnmál, ferðalög, badminton, mótorhjól, umhverfismál, tónlist og fjölskyldan. Thomas brennur fyrir sanngjarnara og frjálslyndara Ísland þar sem jafnrétti og almannahagsmunir ráða.

Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna er að skapa sátt um sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar og tryggja að almenningur njóti sanngjarns afraksturs þeirra. Þetta er sérstaklega mikilvægt hér á landi þar sem efnahagur okkar Íslendinga byggir mjög mikið á náttúruauðlindum sem eru flestar í almenningseign. Norðmenn hafa náð góðum...

Í ævisögu Jóhannesar Nordal fjallar hann um skaðsemi haftastefnu og verndartolla sem ríktu hér frá í heimskreppunni um 1930 allt til að Viðreisnarstjórnin innleiddi viðskiptafrelsi um 1960. Frelsi borgaranna, samkeppni og frjáls viðskipti eru helstu stoðir velferðar og hagsældar að mati Jóhannesar. Mörg dæmi sanna...

Á námsárum mínum í Berlín bárust reglulega fréttir af flótta Austur Þjóðverja undir, yfir eða gegnum múrinn. Jafnóðum voru gerðar ráðstafanir til að gera flóttaleiðina ómögulega. Svo féll múrinn. Mér datt þetta í hug þegar umræðan um Úkraínukjúklingana var í gangi. Kjúklingaiðnaðurinn á Íslandi býr innan öflugs múrs verndartolla...

Á námsárum mínum í Berlín var alltaf talað um þær tvær þjóðir sem bjuggu í Þýskalandi: Austur Þjóðverja og Vestur Þjóðverja. Gífurlegur munur var á kjörum og ferðafrelsi þessara tveggja þjóða. Eftir sameininguna býr nú ein þjóð í landinu. Á Íslandi búa tvær þjóðir í mörgum skilningi. Þeir...

Þessi grein mun birtast um áramótin 2029-2030 eftir 5 ára stjórnarsetu Viðreisnar sem komst til valda með frjálslyndum og alþjóðasinnuðum samstarfsflokkum eftir kosningarnar 2025. Viðreisnarstjórn númer 2 varð til. Hvaða árangri hefur þetta nýja stjórnarsamstarf náð? Skoðum það nánar. Loksins hefur náðst að jafna atkvæðisrétt allra landsmanna....

Á þeim fimm dögum sem ég sat sem varaþingmaður á Alþingi kom mér ýmislegt spánskt fyrir sjónir og margt kom mér ánægjulega á óvart. Það sem var ánægjulegt var hvað vel var tekið á móti okkur varaþingmönnunum og á það bæði við um starfsfólk Alþingis...

Ífyrstu ræðu minni á Alþingi nýlega hvatti ég þingmenn til að sýna skattgreiðendum þessa lands meiri virðingu. Við skoðun fjárlagafrumvarpsins sést hvað rekstur ríkisins er orðinn umfangsmikill, flókinn og dýr. Í fjárlögum er lítið fjallað um hagræðingu og einföldun ríkisrekstrar, ekkert um fækkun ríkisstofnana, lítið um...

Fjármálaráðherra heldur áfram að tala um hugmyndir Viðreisnar að betra samfélagi sem „kanínur úr hatti“, nú síðast í grein í miðju Fréttablaðsins 8. september. Skoðum þessar kanínur nánar. Fyrsta kanínan Viðreisn vill gengisstöðugleika með því að festa gengi krónunnar við evru með sama hætti og Danir og...