27 júl Fyrirspurnir um stefnu stjórnmálaflokka
Í aðdraganda kosninga berast stjórnmálaflokkum fjölmörg erindi og fyrirspurnir frá hagsmunasamtökum, áhugamannafélögum og einstaklingum um stefnu flokkanna í hinum ýmsu málum. Það er sjálfsagður liður í gangverki lýðræðsins, sem er bæði til þess fallinn að auðvelda kjósendum að taka upplýstar ákvarðanir og skerpa á stefnumótum stjórnmálaflokka.
Til þess að unnt sé að bregðast við slíkum fyrirspurnum fljótt, örugglega og af vandvirkni, fara stjórnmálaflokkar sem fulltrúa eiga á Alþingi, þess á leit við fyrirspyrjendur að spurningarnar séu skýrar og einfaldar, ekki margþættar eða skilyrtar, og ekki fleiri en þrjár talsins. Ekki verður tekið við spurningum, sem berast síðar en mánudaginn 20. september svo unnt sé að svara þeim í tæka tíð.
Vinsamlegast sendið slík erindi og fyrirspurnir vegna kosninganna á netfangið vidreisn@vidreisn.is og við munum leitast við að svara eins fljótt og auðið er.