Landsþing Viðreisnar hefst í dag

Landsþing Viðreisnar hefst kl. 9.00 í dag og mun formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir setja þingið. Vegna sóttvarnarráðstafana verður þingið að þessu sinni rafrænt. Fram til kl. 16.00 er á dagskrá mikil málefnaumræða til þess að samþykkja stefnu Viðreisnar, auk þess sem stjórnmálaályktun verður lögð fyrir og samþykkt. Einnig eru á dagskrá breytingar á samþykktum Viðreisnar.

Kl. 16.00 hefst opið streymi, bæði á vidreisn.is/live og facebook.com/vidreisn

Dagskrá, eftir kl. 16.00 hefst með ávarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar.

16:15 – Samþykkt stjórnmálaályktun kynnt

16:20 – Sigmar Guðmundsson ræðir við oddvita

17:00 – Ávarp Starra Reynissonar, forseta Uppreisnar

17:15 – Græni þráðurinn, umhverfissáttmáli Viðreisnar kynntur

17:30 – Ávarp Daða Más Kristóferssonar, varaformanns Viðreisnar, sem slítur þinginu.