02 mar Könnun um röðun lista Viðreisnar í Mosfellsbæ
Í dag hefst rafræn, óbindandi skoðanakönnun á meðal félagsmanna Viðreisnar í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þeir félagar Viðreisnar í Mosfellsbæ sem voru skráðir fyrir kl. 12.00 í dag, 2. mars, hafa þegar fengið tölvupóst með hlekk á könnunina.
Sjö manns hafa gefið kost á sér í 1.-6. sæti á lista flokksins í bænum og fá flokksmenn tækifæri í könnuninni til að hafa áhrif á það hvernig raðast á listann í þessi sex efstu sæti. Könnunin stendur til 7. mars nk. og verða niðurstöður hennar birtar opinberlega þegar þær liggja fyrir.
Eftirfarandi hafa gefið kost á sér í efstu sex sætin:
- Lovísa Jónsdóttir, hugverkalögfræðingur og varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ, gefur kost á sér í 1. sæti listans.
- Valdimar Birgisson, sölu- og markaðsráðgjafi og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ, gefur kost á sér í 1. sæti listans.
- Elín Anna Gísladóttir, rekstrarverkfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi gefur kost á sér í 2.-4. sæti listans.
- Ölvir Karlsson, lögfræðingur, sækist eftir 3.-4. sæti listans.
- Olga Guðrún Ingólfsdóttir, viðskiptafræðingur, gefur kost á sér í 5. sæti listans.
- Ari Páll Karlsson, sálfræði- og tónlistarnemi, gefur kost á sér í 5.-6. sæti listans.
- Ágústa Fanney Snorradóttir, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi, sækist einnig eftir 5.-6. sæti listans.