Húsnæðis og skipulagsmál – Byggjum blómlegan bæ
Í frjálslyndu samfélagi þarf fólk að hafa raunhæfa valkosti um hvar það býr sér heimili. Með því að auka tækifæri allra til þess að skapa sér bústað og atvinnu er stuðlað að sjálfbærri þróun Hafnarfjarðarbæjar. Styrkja þarf helstu innviði, auka þjónustu við bæjarbúa og halda áfram að styrkja bæjarbrag Hafnarfjarðar. Öflugir innviðir munu gera bænum kleift að laða til sín íbúa og fyrirtæki.
Við viljum halda áfram að vera sjávarþorp á miðju höfuðborgarsvæðinu, ekki enn eitt úthverfið. Við viljum skapa bæ sem er fjölbreyttur, grænn og skilvirkur. Við eigum að halda á lofti merkri sögu bæjarins með viðhaldi á minjum víða um bæ og setja upp upplýsingaskilti um sögu þeirra.
Við viljum styðja við ungt fólk sem er að koma sér inn á leigu- eða fasteignamarkaðinn. Það þarf átak í því að byggja íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og leigjendur. Það verða að vera raunhæfir kostir varðandi húsnæði í bænum. Við munum stuðla að fjölbreyttara lóðaframboði fyrir alla, bæði íbúa og atvinnurekstur.
Við viljum að öll hverfi bæjarins verði styrkt, bæði eldri hverfi og ný. Það verði markmið að byggja upp þjónustukjarna nær fólkinu, með því helsta sem bæjarbúar þurfa í hverju hverfi. Við munum berjast fyrir því að koma heilsugæslu á Vellina/Skarðshlíðina.
Hafnarfjörður á fjölmarga áhugaverða staði sem hægt er að byggja upp sem fjölskyldusvæði og má þar nefna sérstaklega Óla Run tún og fleiri svæði þar sem fjölskyldan getur komið saman til skemmtunar og heilsueflingar. Það eru lífsgæði. Ekki má svo gleyma besta vini mannsins sem þarf sín svæði einnig.
Sjávarþorpið Hafnarfjörður – góð tenging við sjóinn! Hafnarfjörður verði bær áfram en ekki úthverfi. Þegar við erum að stækka og fjölga húsnæði þá sé alltaf markmið að halda bæjarmyndinni, leyfa okkur að halda áfram að vera sjávarþorp með þeim sjarma sem því fylgir.
Lífsgæði bæjarbúa, virðing fyrir náttúru og menningu er okkur mikilvæg þegar kemur að umhverfis- og skipulagsmálum.
Fjölbreyttara húsnæðisframboð: Í dag reynist það ungu fólki eða öðrum sem eru föst á leigumarkaðnum erfitt að komast af stað í að fjárfesta í heimili. Við teljum mikilvægt að Hafnarfjörður haldi áfram að fjölga fjölbreyttum kosti húsnæðis með ýmsu móti.
Við getum boðið upp á fjölbreyttari valkosti við búsetu. Fleiri óhagnaðardrifnar leiguíbúðir
Aukna þjónustu við Vellina/Skarðshlíðina, m.a. með því að koma á samningi um heilsugæslu í því hverfi.
Horft sé til framtíðar í skipulagsmálum bæjarins. Það þarf langtímasýn, með lífsgæði að leiðarljósi. Kortleggja þarf framboð húsnæðis næstu 10 ár.
Athuga þarf hagkvæmni uppbyggingar strax við gerð rammaskipulags. Ef hagkvæmniathugun er gerð í upphafi er minni hætta á kúvendingum síðar í ferlinu. Viðamikil frávik frá rammaskipulagi geta leitt til mikils óhagræðis fyrir bæinn þegar innviðir sem áætlaðir voru í upphafi bera ekki aukið byggingarmagn. Þegar búið er að skipuleggja aðlaðandi og vistvæn hverfi í rammaskipulagi, þá á ekki að fórna hugmyndinni fyrir sérhagsmuni einstakra byggingaraðila.
Skýra skilmála þarf við lóðaúthlutun, um eðlilegan framkvæmdahraða að viðlagðri afturköllun.
Áður en við byggjum ný hverfi eða stækkum eldri hverfi þá styrkjum við innviði hverfanna. Það þarf að vera stutt í þjónustu innan hvers hverfis.
Hafnarfjarðarbær styðji við og styrki húseigendur sem vilja kynna sögu húsa sinna með skiltum fyrir framan húsin.
Þegar hverfi eru skipulögð þá verði skoðað hvernig samgöngum verði háttað þar, hjólastígar, göngustígar og aðgengi allra.
Eðlileg þétting byggðar verði í forgangi í stað þess að einblína á útþenslu.