Mannabreytingar í stjórn Viðreisnar

Á landsþingi Viðreisnar gengu fundargestir til atkvæða og kusu stjórn félagsins. Félagsmenn komu á nýju forystuembætti ritara, til viðbótar við formann og varaformann. Þá kusu þeir sér fjögurra manna stjórn og sex manna málefnaráð.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður Viðreisnar. Daði Már Kristófersson var einnig endurkjörinn varaformaður en á móti honum gaf kost á sér Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.

Í nýtt embætti ritara var kjörinn Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Hann kveðst þakklátur fyrir traustið og einsetur sér að efla grasrót Viðreisnar og breikka forystuna: „Ég hef óbilandi trú á að það séu mikil tækifæri til staðar í íslensku samfélagi fyrir frjálslyndan flokk eins og okkar. Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi.“

Til stjórnarsetu voru kjörin Jón Steindór Valdimarsson, Thomas Möller, Sara Dögg Svanhildardóttir og Elín Anna Gísladóttir. Varamenn í stjórn voru kjörin Natan Kolbeinsson og Kamma Thordarson.

Málefnaráð Viðreisnar skipa, að loknum landsþingi, Pawel Bartoszek, Eyþór Eðvarðsson, Hildur Bettý Kristjánsdóttir, Lilja G. Karlsdóttir, Oddný Arnarsdóttir og Friðrik Sigurðsson. Til vara voru kjörnir Máni Þór Magnason og Þröstur V. Söring.

Forysta, stjórn og málefnaráð eru kjörin til tveggja ára í senn og munu því gegna sínum störfum fram að næsta landsþingi sem verður haldið 2025.

___

Atkvæði:

Formaður:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 91%

Auð og ógild 9%

Varaformaður:

Daði Már Kristófersson 58%

Erlingur Sigvaldason 42%

Auð og ógild 1%

Ritari:

Sigmar Guðmundsson 95%

Auð og ógild 5%

Meðstjórnendur (kjósa mátti 4):

Jón Steindór Valdimarsson 82%

Thomas Möller 69%

Sara Dögg Svanhildardóttir 52%

Elín Anna Gunnarsdóttir  51%

Natan Kolbeinsson 48%

Kamma Thordarson 43%

Oddný Arnarsdóttir 36%

Málefnaráð (kjósa mátti 6):

Pawel Bartoszek 90%

Eyþór Eðvaldsson 74%

Hildur Bettý Kristjánsdóttir 71%

Lilja G. Karlsdóttir 62%

Oddný Arnarsdóttir 61%

Friðrik Sigurðsson 57%

Máni Þór Magnússon 54%

Þröstur V. Söring 41%

Anna Kristín Jensdóttir 34%

Auð og ógild 2%