Núvitund, veðrið og gjaldmiðillinn

Það er í raun stór­merki­legt að bóka­for­lög hafi í gegn­um tíðina séð ástæðu til að gefa út bæk­ur um nú­vit­und á Íslandi. Eins og það þurfi að skóla ís­lenskt sam­fé­lag eitt­hvað sér­stak­lega til og kenna því að lifa í nú­inu. Þjóð sem hef­ur bein­lín­is gert það að sínu helsta karakt­er­ein­kenni að ein­blína á augna­blikið í stað þess að líta of mikið til baka eða fram á við. Í því til­liti má segja að við lær­um allt um nú­vit­und strax á skóla­lóðinni.

Á Íslandi býr þjóð sem hef­ur lært að stilla sig af í augna­blik­inu þrátt fyr­ir óstöðug­leika og krampa­kennd­ar sveifl­ur. Bæði í veðurfari og efna­hag. Þar lif­um við í nú­inu.

Þetta með veðurfarið er reynd­ar skilj­an­legt. Við stjórn­um því ekki og höf­um fyr­ir löngu lært að vænta lít­ils ann­ars en aðeins minni sudda og ein­staka sól­ar­lotu þegar best læt­ur. Á Íslandi eru þær eins og sam­rýnd­ar syst­ur, veður­spá­in og veðurviðvör­un­in, og við höf­um lært að um­bera þær.

Þetta með ís­lenskt umb­urðarlyndi og efna­hag er flókn­ara mál og und­ar­legra. Efna­hagn­um get­um við nefni­lega stjórnað sjálf. En þar sem fólkið sem er treyst fyr­ir verk­efn­inu virðist halda að um efna­hags­mál gildi sömu lög­mál og hjá Veður­stof­unni, þá er lítið sem hinn venju­legi Íslend­ing­ur get­ur gert nema lifa í nú­inu. Fram að næstu gulu viðvör­un. Fram að næstu mánaðamót­um. Fram að næstu vaxta­ákvörðun Seðlabank­ans. Fram að næstu kosn­ing­um.

Eða allt þar til veðrinu slot­ar og hann get­ur raun­veru­lega haft eitt­hvað um það að segja hvort veður­bar­in þjóð eigi ekki skilið að búa við stöðugan gjald­miðil og ábyrg­ari fjár­mála­stjórn. Svona til að vega upp á móti sudd­an­um.

Er ekki löngu kom­inn tími til að við fær­um út kví­arn­ar í nálg­un okk­ar á hug­mynda­fræði augna­bliks­ins? Höld­um áfram að sætta okk­ur við þá hluti sem við fáum ekki breytt. Eins og veðrið. En ákveðum um leið að breyta því sem við get­um breytt. Ekki sætta okk­ur held­ur við ein­staka augna­blik svika­logns held­ur ger­um viðvar­andi breyt­ing­ar sem bæta hag okk­ar svo um mun­ar.

Þess­ar breyt­ing­ar nást í gegn með því að fela þeim stjórn efna­hags­mála sem hafa sann­ar­lega teiknað upp fær­ar og vel þekkt­ar leiðir að stöðug­leika og enda­lok­um ok­ur­vaxta og óðaverðbólgu. Leiðir sem fela í sér ann­an og sterk­ari gjald­miðil og ábyrg­ari efna­hags­stjórn. Viðreisn hef­ur leitt braut­ina þar og mun halda áfram að vinna þannig að al­manna­hags­mun­um.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. ágúst 2024