Hvert er planið?

Enn og aft­ur erum við í þeirri stöðu að stjórn efna­hags­mála hef­ur skilið fjölda fólks eft­ir á köld­um klaka og há­vært ákall berst frá heim­il­um lands­ins um aðstoð. Enn og aft­ur eru sér­tæk­ar lausn­ir rædd­ar við rík­is­stjórn­ar­borðið. Innviðaskuld er það svo kallað þegar brest­ir koma í ljós í grunn­innviðunum; í heil­brigðis­kerf­inu, í mennta­kerf­inu, í sam­göngu­mál­um. Þetta er innviðaskuld stjórn­valda við al­menn­ing. Enn og aft­ur klikk­ar kerfið.

Er nema von að spurt sé um planið? Þó virðist svarið liggja í aug­um uppi. Erum við ekki ann­ars öll sam­mála um að planið hlýt­ur að vera að vinna sam­an að al­manna­hags­mun­um? Að vinna sam­an að því að hér ríki stöðug­leiki sem heim­ili og fyr­ir­tæki lands­ins geti reitt sig á? Og sjá­um við ekki öll að planið verður að fel­ast í hugs­un og lausn­um til lengri tíma frek­ar en mis­góðum átaks­verk­efn­um sem helst virðist ætlað að tóra fram yfir næstu kosn­ing­ar? Eða hvað?

Viðreisn kom fram á sjón­ar­sviðið fyr­ir kosn­ing­arn­ar haustið 2016 og lagði meðal ann­ars áherslu á að þjóðin fengi að ákveða hvort gengið yrði til samn­inga við Evr­ópu­sam­bandið um inn­göngu Íslands í þetta stóra hags­muna­banda­lag Evr­ópuþjóða. Þá hlógu ýms­ir for­ystu­menn gömlu stjórn­mála­flokk­anna að okk­ur. Þótti kjána­legt að við vær­um svona með aug­un á framtíðinni en ekki nú­inu, eða jafn­vel helst fortíðinni. Það gerðu þeir og það gengi bara svona glimr­andi vel. Ég veit ekki hvort þeir hlæja núna en ég veit að það ger­ir al­menn­ing­ur ekki.

Viðreisn lít­ur á Evr­ópu­sam­bandsaðild Íslands sem skýra leið að of­an­greind­um mark­miðum. Tel­ur að mark­miðið um al­manna­hags­muni um­fram sér­hags­muni nái helst fram að ganga í sterku sam­fé­lagi Evr­ópuþjóða. Fyr­ir því liggja marg­ar ástæður þó að viðvar­andi verðbólga og óðavext­ir hér á landi hafi með réttu beint at­hygl­inni að mik­il­vægi þess að Ísland taki upp not­hæf­an gjald­miðil fyr­ir heim­ili lands­ins og þorra at­vinnu­lífs­ins, þ.e. þau fyr­ir­tæki sem enn nota krón­una.

Í ríf­lega eina öld, allt frá því að tengsl ís­lensku krón­unn­ar við þá dönsku voru rof­in, hef­ur aft­ur og aft­ur verið staðfest að krón­an okk­ar ýkir nátt­úru­leg­ar hagsveifl­ur og vinn­ur þannig gegn mark­miðum um efna­hags­leg­an stöðug­leika. Lof­orð stjórn­valda um stöðug­leika og viðvar­andi lága (eðli­lega) vexti hafa ít­rekað reynst óraun­hæf. Það eina sem hef­ur reynst viðvar­andi hef­ur verið rán­dýr vaxtamun­ur milli Íslands og annarra þjóða með stærri og stöðugri gjald­miðil. Þetta get­ur ekki gengið svona leng­ur.

Létt­um heim­il­um og fyr­ir­tækj­um lands­ins róður­inn. Lát­um planið vera í þeirra þágu.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. september 2024