Fjárfestum í börnum en ekki biðlistum

Frétt­ir síðustu vikna um börn og ung­menni hljóta að kalla á viðbrögð og at­hygli okk­ar allra. Þar kall­ast tvennt á. Ann­ars veg­ar al­var­leg of­beld­is­verk og hnífa­b­urður og hins veg­ar biðlist­ar barna og ung­menna í geðheil­brigðis­kerf­inu. Það gef­ur auga­leið að þegar þúsund­ir barna bíða eft­ir grein­ingar­úr­ræðum og geðheil­brigðisþjón­ustu mánuðum og árum sam­an mun eitt­hvað und­an láta í fyll­ingu tím­ans. Það er bara staðreynd. Skort­ur á þjón­ustu þar sem hlúa þarf að and­legu heil­brigði barn­anna okk­ar mun svo sann­ar­lega ekki laga það ástand sem við höf­um svo mikl­ar áhyggj­ur af í dag.

Það er sorg­legt að líta yfir sviðið

Um 50 börn eru á biðlista á BUGL og þurfa að bíða í allt að þrjá mánuði. Álagið á Stuðla er svo mikið að erfitt er að sinna þar meðferðar­starfi. Börn bíða meira en hálft ár eft­ir að fá tíma hjá sál­fræðingi hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Á þriðja þúsund börn bíða nú eft­ir að kom­ast að kom­ast í þjón­ustu hjá Geðheilsumiðstöð barna. Einnig er löng bið fyr­ir fjöl­skyld­ur barna með al­var­leg­an hegðun­ar­vanda að fá viðhlít­andi þjón­ustu. Börn bíða í tvö ár eft­ir ADHD-grein­ingu og þriggja ára bið er eft­ir því að kom­ast í ein­hverfu­grein­ingu.

Þetta er langt því frá tæm­andi upp­taln­ing. Biðlist­ar lengj­ast mikið og þúsund­ir barna fá því ekki þá þjón­ustu sem þau sár­lega þurfa. Mér finnst ekki of­mælt að nota orðið neyðarástand um stöðuna.

Frá­sagn­ir for­eldra af úrræðal­eys­inu sem þeir glíma við eru marg­ar og erfiðar. Það birt­ist til að mynda í því að börn­um er vísað á milli úrræða, jafn­vel í heil­an hring, því hvergi er hægt að bregðast fljótt við aðkallandi vanda. Börn­um er því vísað annað. Það þarf ekki að hafa mörg orð um ör­vænt­ingu for­eldra sem koma að lokuðum dyr­um þegar barnið þeirra glím­ir við al­var­leg and­leg veik­indi.

Stjórn­völd hafa brugðist

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er skýrt tekið fram að ætl­un­in sé „að efla geðheil­brigðisþjón­ustu fyr­ir alla hópa sam­fé­lags­ins, ekki síst börn og ung­menni“. Upp­taln­ing­in hér að fram­an seg­ir ansi skýrt að þetta göf­uga mark­mið hafi ekki náðst. Þvert á móti hef­ur staðan versnað, eins og umboðsmaður barna hef­ur bent á.

Aug­ljóst er að skipta þarf um kúrs. Biðlista­væðing­in get­ur ekki haldið áfram. Ef okk­ur er al­vara með því að setja börn í fyrsta sæti og for­gangsraða fjár­mun­um í þeirra þágu þarf ofur ein­fald­lega að taka til hend­inni. Að mörgu leyti á það sama við hér og þegar við rýn­um í úrræðal­eysið gagn­vart fíkni­sjúk­dómn­um. Við rek­um mörg úrræði, fjöl­breytt, með ákaf­lega hæf­um sér­fræðing­um og starfs­fólki, en kerfið ann­ar ekki fjöld­an­um. Við van­met­um um­fang vand­ans. Mögu­lega er mik­il geðlyfja­notk­un barna og ung­menna af­leiðing af þessu, lyf eru jú auðveld lausn en svo sann­ar­lega ekki alltaf sú besta.

Fjár­fest­ing í and­legu heil­brigði, ekki út­gjöld

Auðvitað kost­ar það tals­verða fjár­muni að vinna niður þessa biðlista. Við skul­um bara viður­kenna það. En í stað þess að kalla það út­gjöld að ráðast mark­visst á biðlist­ana ætt­um við að temja okk­ur að líta á þetta sem fjár­fest­ingu. Nauðsyn­lega og skyn­sam­lega fjár­fest­ingu í and­legu heil­brigði barna. Sem að sjálf­sögðu skil­ar sér til baka í bættu geðheil­brigði þjóðar­inn­ar en ekki síður efna­hags­lega, því fjár­fest­ing­in dreg­ur auðvitað úr kostnaði ann­ars staðar í heil­brigðis­kerf­inu síðar meir.

Fjár­magnið er til

Það skyn­sam­leg­asta sem við get­um gert í stöðunni er að minnka vaxta­kostnað rík­is­sjóðs og nýta fjár­muni sem þar losna í geðheil­brigðismál barna og önn­ur mik­il­væg vel­ferðar­mál. Að mínu mati ætti ríkið að losa um þá fjár­muni sem liggja í eign­ar­haldi á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og greiða upp skuld­ir fyr­ir sölu­hagnaðinn. Einnig gæti ríkið selt lóðir sem það á í sama til­gangi. Upp­hæðirn­ar sem þarna um ræðir eru senni­lega um 300 millj­arðar. Slík upp­hæð get­ur lækkað vaxta­byrði rík­is­sjóðs um allt að 30 millj­arða króna á ári. Þetta verður að sjálf­sögðu ekki gert í einu vet­fangi en á fá­ein­um árum má losa um þetta fé og stór­auka geðheil­brigðisþjón­ustu við börn og ung­menni, ásamt því að efla aðra vel­ferðarþjón­ustu.

Við vit­um það vel að það er sleg­ist um hverja krónu í rík­iskass­an­um. Því er þessi leið sem ég nefni mjög ákjós­an­leg. Það þarf nefni­lega að for­gangsraða pen­ing­un­um okk­ar. Börn og ung­menni eiga að vera í for­gangi. Ekki bara á blaði sem setn­ing í stjórn­arsátt­mála, held­ur með raun­veru­leg­um aðgerðum og úrræðum. Biðlist­ar eiga að stytt­ast en ekki lengj­ast og þeim þarf helst að út­rýma. Börn eiga ekki heima á biðlist­um.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. september 2024