17 okt Uppstilling hjá Viðeisn
Öll landshlutaráð Viðreisnar hafa nú ákveðið að það verði uppstilling á listum Viðreisnar fyrir komandi alþingiskosningar. Fundur var í þremur landshlutaráðum Viðreisnar í gærkvöld, Reykjavík, Suðvesturráði og Suðurráði. Einnig var fundur í Norðausturáði og Norðvesturráði í kvöld. Mikil umræða var um hvort fara ætti í uppstillingu eða prófkjör og mikill hugur í ráðunum að stefna næst að prófkjöri, þegar rýmri tími gefst til að raða á lista.
Landshlutaráðin fimm hafa jafnframt kosið sér uppstillinganefndir, sem hefja strax störf. Þau sem áhugasöm eru um að vera á lista Viðreisnar í þessum kjördæmum geta skráð sig hér. Einnig er hægt að senda tölvupósta til eftirfarandi uppstillinganefnda:
Í Reykjavíkurkjördæmum: reykjavik@vidreisn.is
Í Suðvesturkjördæmi: sudvestur@vidreisn.is
Í Suðurkjördæmi: sudur@vidreisn.is
Í Norðvesturkjördæmi: nordvestur@vidreisn.is
Í Norðausturkjördæmi: nordaustur@vidreisn.is
Óskað er að tilnefningar berist fyrir laugardag, svo að uppstillinganefndir geti lokið störfum í næstu viku. Þá verða listar bornir undir landshlutaráð til samþykktar og stjórn Viðreisnar til staðfestingar.