Hrunhrollur

Hér varð nátt­úr­lega hrun.

Ég fæ bók­staf­lega hroll við að skrifa þessa setn­ingu sem varð að marg­nýttri tuggu í mörg ár eft­ir skell­inn sem ís­lensk heim­ili urðu fyr­ir við efna­hags­hrunið 2008. Sama hroll­inn fékk ég við frétt­ir gær­dags­ins um að greiðslu­byrði ís­lenskra heim­ila af hús­næðislán­um sín­um hefði ekki verið meiri frá hruni og er þar vísað í nýja skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar. Skýrsl­an staðfest­ir svo það sem all­ir vita, að hækk­andi greiðslu­byrði kem­ur verst niður á barna­fjöl­skyld­um. Þetta er staðan.

Í skýrsl­unni kem­ur líka fram að hlut­fall vaxta­greiðslna af ráðstöf­un­ar­tekj­um fólks fer hækk­andi en heim­il­in greiddu að jafnaði 5,7 pró­sent af ráðstöf­un­ar­tekj­um sín­um í vaxta­gjöld á síðasta ári. Íslensk heim­ili fara þannig lang­leiðina með að greiða ráðstöf­un­ar­tekj­ur eins mánaðar á ári í vaxta­gjöld. Þetta er auðvitað brjálæði.

Þess utan líður al­menn­ing­ur fyr­ir það að tug­millj­arðar króna flæða úr rík­is­sjóði vegna vaxta­byrði sem er marg­föld á við það sem þekk­ist í ná­granna­lönd­um okk­ar. Hugsið ykk­ur biðlist­ana í heil­brigðis­kerf­inu sem hægt væri að eyða ef þess­ir pen­ing­ar færu frek­ar þangað. Hugsið ykk­ur hvað hægt væri að gera í sam­göngu­mál­um, mennta­mál­um og lög­gæslu­mál­um ef það rynnu ekki tug­ir millj­arða á ári af skatt­pen­ing­un­um okk­ar í óþarfa vaxta­kostnað rík­is­ins.

Í ríf­lega eina öld, allt frá því að tengsl ís­lensku krón­unn­ar við þá dönsku voru rof­in, hef­ur aft­ur og aft­ur verið staðfest að krón­an okk­ar ýkir nátt­úru­leg­ar hagsveifl­ur og vinn­ur þannig gegn mark­miðum um efna­hags­leg­an stöðug­leika. Lof­orð stjórn­valda um stöðug­leika og viðvar­andi lága (eðli­lega) vexti hafa ít­rekað reynst óraun­hæf. Það eina sem hef­ur reynst viðvar­andi hef­ur verið rán­dýr vaxtamun­ur milli Íslands og annarra þjóða með stærri og stöðugri gjald­miðil. Rán­dýr vaxtamun­ur sem leggst sem viðbót­ar­skatt­byrði á ís­lensk heim­ili. Og nú erum við kom­in á þann stað að við stönd­umst sam­an­b­urð við efna­hags­hrunið 2008.

Vext­ir, verðbólga og biðlist­ar. Þetta eru mál­efn­in sem brenna á heim­il­um lands­ins í aðdrag­anda kosn­inga og þetta eru áskor­an­ir sem Viðreisn hef­ur skýr svör við, bæði til skemmri og lengri tíma.

Ef við fáum til þess umboð mun­um við ein­henda okk­ur í að tak­ast á við vaxta­okrið og taka til í rekstri rík­is­ins til þess ná niður verðbólgu og for­gangsraða út­gjöld­um í þágu heim­ila og at­vinnu­lífs. Við mun­um setja geðheil­brigðismál og mennta­mál í for­gang og efla lög­gæslu lands­ins. Við vilj­um líka leyfa þjóðinni að ákveða í þjóðar­at­kvæðagreiðslu hvort klára eigi aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. október