Mæltu með Viðreisn

Nú er hægt að skrifa undir meðmælendalista með Viðreisn í öllum kjördæmum, fyrir komandi alþingiskosnignar. Getur þú – og vinir þínir, skrifað undir að þú samþykkir að Viðreisn bjóði fram í þínu kjördæmi?

Meðmælalistar eru forsenda þess að við getum boðið fram en með því að skrifa undir ertu ekki að lofa að styðja okkur í kosningunum. Bara að við fáum að bjóða fram. Við viljum ljúka þessu verkefni hratt og vel með ykkar dyggu aðstoð svo við getum einhent okkur í kosningabaráttuna sjálfa.

Við þurfum helst að ná 560 meðmælum í Suðvesturkjördæmi, 440 meðmælum í Reykjavíkurkjördæmunum, 400 í Norðaustur- og Suðurkjördæmum og loks 280 í Norðvesturkjördæmi.

Það þarf að skrá sig inn á island.is með rafrænum skilríkjum.

Slóðin er þessi: https://island.is/umsoknir/maela-med-althingisframbodi?candidate=1000006

Skráningarkerfið sér til þess meðmælin rati á C-lista Viðreisnar í réttu kjördæmi. Þetta er afar einfalt og þægilegt. Það eina sem þarf að gæta að er að þau sem verða í framboði geta ekki mælt með eigin lista.

Hjálpumst að við að hnippa í fólk og fá það til þess að mæla með framboðum okkar.
Auðvelt er að deila slóðinni hér að ofan með fólki hvort sem er með pósti, skilaboðum eða samfélagsmiðlum.