Þorbjörg Sigríður leiðir í Reykjavík suður

Í Reykjavíkurkjördæmi suður er það Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður og fyrrverandi saksóknari, sem leiðir listann. Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, skipar annað sætið og Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, er í þriðja sæti. Diljá Ámundadóttir Zoega, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og sálgætir, er í fjórða sæti, Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar, er í því fimmta og Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL, er í því sjötta.

Þorbjörg segir flokkinn fara bjartan inn í komandi kosningabaráttu.

„Við finnum meðbyr og skynjum breytingar í loftinu. Fólk vill breytingar. Að því leyti er okkar verkefni alveg skýrt. Að Viðreisn komist í ríkisstjórn svo hægt sé að fara að vinna að hagsmunum fólks og fyrirtækja. Við vitum að það er hægt að gera miklu betur en til þess að svo megi verða þarf alvöru hagsstjórn. Koma böndum á vextina og verðbólguna. Það er ekkert eðlilegt við þá vexti sem fólk þarf að borga af húsnæðislánum og það er heldur ekkert eðlilegt að búðarferð kosti hálfan handlegginn. Þetta er ástand sem bítur barnafjölskyldur einna helst.

Þorbjörg segir það jafnframt algjört forgangsmál hjá Viðreisn að hugað verði betur að líðan ungs fólks.

„Heilbrigðisþjónusta og skólarnir okkar gegna lykilhlutverki þar. Þessa þjónustu viljum við efla. Við ætlum að byrja á að því að forgangsraða í þágu barna. Það er löngu kominn tími á það.“

Fram­boðslisti Viðreisn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður í heild sinni:

  1. Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, alþing­ismaður
  2. Jón Gn­arr, listamaður og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri
  3. Aðal­steinn Leifs­son, fyrr­ver­andi rík­is­sátta­semj­ari
  4. Diljá Ámunda­dótt­ir Zoega, sál­gæt­ir
  5. Auður Finn­boga­dótt­ir, stefn­u­stjóri Kópa­vogs­bæj­ar
  6. Gunn­ar Guðjóns­son, ráðgjafi á BUGL
  7. Thelma Rut Hauk­dal Magnús­dótt­ir, um­sjón­ar­kenn­ari
  8. Jón Óskar Sól­nes, rekstr­ar­hag­fræðing­ur
  9. Erna Mist Yama­gata, list­mál­ari
  10. Ragn­ar Freyr Ingvars­son, lækn­ir
  11. Krist­ín A Árna­dótt­ir, fyrr­ver­andi sendi­herra
  12. Sverr­ir Páll Ein­ars­son, nemi
  13. Eva Rakel Jóns­dótt­ir, viðskipta­fræðing­ur
  14. Arn­ór Heiðars­son, kenn­ari og for­stöðumaður hjá Vinnu­mála­stofn­un
  15. Eva María Matta­dótt­ir, frum­kvöðull
  16. Karl Sig­urðsson, tón­list­armaður og tölv­un­ar­fræðing­ur
  17. Em­il­ía Björt Íris­ard. Bachm­an, há­skóla­nemi
  18. Elv­ar Geir Magnús­son, rit­stjóri
  19. Jarþrúður Ásmunds­dótt­ir, viðskipta­fræðing­ur
  20. Ein­ar Ólafs­son, raf­virki
  21. Jó­hanna Fjóla Ólafs­dótt­ir, leik­list­ar- og tón­listar­fræðing­ur
  22. Daði Már Kristó­fers­son, vara­formaður Viðreisn­ar