27 nóv Af hverju að kjósa Viðreisn – C fyrir frelsi og frið
Viðreisn hefur lagt á það áherslu að við værum að berjast fyrir málefnum. Við erum ekki að hrauna yfir aðra flokka. Allir hafa rétt á að tjá sig, en við leggjum áherslu á að það sé gert af virðingu og við séum að leita betri lausn. Hjálpast að til að skapa betra samfélag fyrir alla til framtíðar.
Við viljum að allir njóti sín, fái tækifæri til að blómstra og lifa í friði. Líðum aldrei ofbeldi. Þegar við lifum í þannig samfélagi þá líður okkur vel og við nýtum lífsorkuna til að njóta lífsins.
Góðvild í leiðtogamenningu
Sýnum hvert öðru góðvild og stuðning. Það eykur hugrekki og viljann til að leita nýrra lausna. Við viljum gera betur í dag en í gær. Við eflum hugarfar leiðtoga hjá okkur öllum. Eflum sjálfstraustið og almenn líðan verður betri – meiri gleði.
Okkur líður best þegar öllum í kringum okkur líður vel. Við viljum sjá fleiri bros og betri líðan hjá ungum sem öldnum. Þannig samfélag viljum við skapa.
Hikum ekki við að setja C við Viðreisn – Kjósum frelsi og frið.
Þorvaldur Ingi Jónsson – frambjóðandi Viðreisnar – Suðvesturkjördæmi. Viðskiptafræðingur, kennir leiðtogamenningu og Qigong lífsorkuæfingar.
Greinin birtist fyrst á Vísi 27. nóvember 2024