Vinstri eða hægri?

Sumt fólk virðist hafa mikl­ar áhyggj­ur af mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Full­yrðing­ar á borð við „Ég ef­ast um að kjós­end­ur Viðreisn­ar hafi verið að kjósa yfir sig vinstri­stjórn“ eða „Þessi vinstri­stjórn verður von­laus“ streyma nú út úr öll­um horn­um frá­far­andi vald­hafa.

Það sem ég staldra við eru ekki endi­lega áhyggj­urn­ar sem slík­ar, held­ur þessi knýj­andi þörf ákveðinna afla til að skil­greina allt sem er mögu­lega ör­lítið á skjön við þeirra eig­in til­veru sem hið ill­ræmda vinstri.

Ég er alla jafna áhuga­mann­eskja um póli­tísk­ar skil­grein­ing­ar. En þegar þær grund­vall­ast ekki á neinu öðru en ein­hverj­um óskil­greind­um ótta og til­bún­ingi finnst mér þær ekk­ert sér­stak­lega gagn­leg­ar.

Ég fann mjög sterkt í kosn­inga­bar­átt­unni hvað það olli mikl­um inn­an­tök­um í öðrum flokk­um að við í Viðreisn skyld­um voga okk­ur að skil­greina okk­ur sem frjáls­lynd­an miðju­flokk. Ekki hægri, ekki vinstri, held­ur sem staðfasta miðju.

Ég heyrði af sím­hring­ing­um ein­stak­linga úr flokk­um vinstra meg­in við okk­ur þar sem kjós­end­ur voru bein­lín­is varaðir við því að kjósa Viðreisn, því þá myndi hér bresta á með hræðilegri hægri­stjórn. Úr hinni átt­inni ómuðu svo þessi sömu hræðslu­sím­töl í eyr­um kjós­enda, nema bara að þar var varað við ógur­legri vinstri­stjórn. Þetta þótti mér allt sam­an frek­ar kó­mískt, og þykir enn.

Stjórn­mál eru flókn­ari en svo að þau sé ein­vörðungu hægt að skil­greina út frá klass­ísk­um ásum um vinstri og hægri. Sam­hengið er stærra og þar skipta aðrar breyt­ur ekki síður máli. Til dæm­is hvort ákveðnir flokk­ar eru íhalds­sam­ir eða frjáls­lynd­ir, alþjóðasinnaðir eða ein­angr­un­ar­sinnaðir. Það eru marg­ar aðrar vídd­ir til og þær skipta ekki síður máli en þess­ar hefðbundnu. Heim­ur­inn er ekki alltaf svona svart­hvít­ur.

Nú er það ein­fald­lega svo að þeir þrír flokk­ar sem eiga í viðræðum um að mynda nýja rík­is­stjórn eru tals­vert nær miðjunni en jöðrun­um á um­rædd­um ás. Þar eru þeir sam­hent­ir. En þeir eru um leið með breiða skír­skot­un þegar kem­ur að ýms­um öðrum þátt­um. Þeir höfða til að mynda til ólíkra tekju­hópa sam­fé­lags­ins. Og eru með áhersl­ur sem teygja sig jafnt til höfuðborg­ar og lands­byggðar. Þar ligg­ur styrk­ur­inn.

En það sem mestu máli skipt­ir er að þetta eru flokk­ar sem eru staðráðnir í að láta verk­in tala og mynda hér frjáls­lynda miðju­stjórn. Stjórn sem er starf­hæf.

Í skil­grein­inga­hjal­inu stend­ur því það eitt eft­ir að ís­lenskt sam­fé­lag er loks­ins og bless­un­ar­lega að losna und­an leiðind­un­um og verkkvíðanum sem ein­kenndi síðustu stjórn. Ef allt geng­ur eft­ir.

Því ætti að fylgja létt­ir, ekki ön­ug­heit.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. desember 2024