Viðreisn lætur verkin tala: Landsþing Viðreisnar 2025

Opnað hefur verið fyrir skráningu á landsþing Viðreisnar, sem haldið verður 20.-21. september á Grand Hóteli, Reykjavík.

Ef þú vilt taka þátt á þinginu og bjóða þig fram til embætta, þá þarftu að vera félagsmaður, að minnsta kosti viku fyrir þing, laugardaginn 13. september kl. 9.00 og getur skráð þig hér. Til að vera fullgildur þinggestur, með tillögu og atkvæðisrétt þarf að skrá sig á landsþings og greiða landsþingsgjöld.

Á dagskrá landsþings eru hefðbundin landsþingsstörf, afgreiðsla ályktana og samþykkta og kosning formanns, varaformanns, ritara, stjórnar og málefnanefndar. Formaður,  varaformaður og forseti Uppreisnar munu halda ræður, auk sérstaks gests okkar sem verður Guy Verhofstadt, fyrrum forsætisráðherra Belgíu, evrópuþingmaður og núverandi forseti European Movement International. Þá verða hringborðsumræður með góðum gestum um sveitarstjórnarmál, evrópumál og atvinnumál.

Fundurinn verður táknmálstúlkaður.

Miðaðverð á landsþing Viðreisnar er  12.000 kr.  Ungliðar og öryrkjar geta notað afsláttakóðan “UPPREISN” og kostar miðinn þá 9.000 kr.

Skráðir og samþykktir sjálfboðaliðar munu greiða 7.000 kr. gegn afsláttarkóða sem þeir fá sendan.

Kaupa þarf sérstaklega miða á landsþingsgleðina og er hún opin öllum. Miðinn, með mat, fordrykk og skemmtun kostar 7.000 kr.

Gestir utan af landi geta óskað eftir ferðastyrk, gegn framvísun kvittana, að hámarki 7.000 kr. sé ferð frá lögheimili 110-400 km eða 15.000 sé ferð frá lögheimili 400 km eða meira. Innifalið í þinggjöldum er súpa í hádeginu og kaffi yfir daginn.

Þinggögn verða send á skráða þinggesti viku fyrir þing.

 

Til að skrá þig og sjá nánari dagskrá, skoðaðu síðu landsþingsins hér.