22 sep Fullveldið best nýtt í samstarfi við aðra
Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu og núverandi forseti Alþjóðlegu Evrópuhreyfingarinnar (European Movement International), var sérstakur gestur á landsþingi Viðreisnar.
Verhofstadt snerti á mörgum mikilvægum málum í eldræðu sinni. Hann sagði að Ísland væri hluti af Evrópu og ætti heima í sambandi Evrópuríkja að sínu mati. Hann talaði einnig um að fullveldið væri ekki best nýtt með því að standa einn og óstuddur. Þvert á móti snúist fullveldi í nútímalegum skilningi í því meðal annars að Íslendingar notfæri sér Evrópu til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar.
Verhofstadt brást við lófataki fundargesta með því að segja að kannski þyrftu aðrir stjórnmálaflokkar en Viðreisn meira á því að halda að heyra skilaboðin hans.
Hér er hægt að sjá ræðu Guy Verhofstadt og samtal hans og Aðalsteins Leifssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, í heild sinni: