Leiðtogakjör í Reykjavík

Fjölmennur félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum þann 22. október að fara í leiðtogakjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Það felur í sér að kosið verður um fyrsta sætið í prófkjöri en uppstillinganefnd mun stilla upp í önnur sæti.

Natan Kolbeinsson formaður Viðreisnar í Reykjavík segist spenntur fyrir því að fara þessa leið til að byggja upp sterkt lið fyrir komandi sigur Viðreisnar í borginni. “Viðreisn ætlar sér stóra hluti í borginni í vor og skiptir þar máli að það byggja upp kröftugt og spennandi teymi sem getur tekist á þeim miklu áskorunum sem framundan eru.”

Á sama fundi var kosið í kjörstjórn og uppstillinganefnd. Kjörstjórn mun ákveða hvenær prófkjör verður heldið og auglýsa dagsetningar, ekki síðar en 30 dögum fyrir prófkjör.

Kjörstjórn skipar Sverrir Páll Einarsson, Bjarki Fjalar Guðjónsson og Tamar Klara Tipka Þormarsdóttir. Varamenn eru Hafsteinn Már Einarsson og Einar Ólafsson.

Uppstillinganefnd skipar Eva Pandóra Baldursdóttir, Sigrún Helga Lund, Heiða Kristín Helgadóttir, Bjarni Þór Pétursson og Úlfur Atli Stefaníusson. Uppstillinganefnd mun óska eftir tilnefningum í framboð.