11 nóv Leiðtogaval í Reykjavík 31. janúar 2026
Kjörstjórn Viðreisnar í Reykjavík ákvað á fundi sínum í dag að kjördagur í leiðtogavali flokksins yrði þann 31.janúar 2026.
Uppstillingarnefnd hefur þegar hafið störf og mun bráðum fara leita að framboðum í 2.-46.sæti á lista flokksins til að byggja upp það teymi sem mun leiða okkur til sigurs í vor.
Rétt til atkvæðagreiðslu í leiðtogavals hafa allir félagar í Viðreisn, 16 ára og eldri, sem eiga lögheimili í Reykjavík og hafa skráð sig í Viðreisn a.m.k. 2 dögum fyrir upphaf kjörfundar.
Kjörgeng í leiðtogavalinu eru allir félagar í Viðreisn sem eru kjörgeng til sveitarstjórnarkosninga skv. lögum, eiga lögheimili í Reykjavík, munu hafa náð 18 ára aldri á kjördegi til sveitarstjórnarkosninga og hafa skráð sig í Viðreisn a.m.k. 15 dögum fyrir upphaf prófkjörs.
Meira um reglur varðandi þetta leiðtogaval er hægt að finna hér: https://vidreisn.is/reglur-um-rodun-a-lista/