Karólína nýr oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði

Karólína Helga Símonardóttir var kjörinn oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði í rafrænu prófkjöri sem fór fram í dag og mun leiða listann í komandi sveitarstjórnarkosningum. Karólína hlaut 317 atkvæði í 1. sæti. Annað sætið hlaut Árni Stefán Guðjónsson með í 361 atkvæði í 1. og 2. sæti.

„Mér er efst í huga mikið þakklæti til félagsfólks okkar í Hafnarfirði. Þetta hefur verið snörp en skemmtileg prófkjörsbarátta. Ég þakka Jón Inga fyrir drengilega baráttu,“ segir Karólína Helga. Úrslitin voru kynnt á fjölmennri kosningavöku á A. Hansen í kvöld.

„Nú getur Viðreisn í Hafnarfirði svo sannarlega brett upp ermar og farið í kröftuga sveitarstjórnarbaráttu í vor.“

Viðreisn hefur átt fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar frá árinu 2018, eða í tvö kjörtímabil.

Á kjörskrá voru 753 og var kjörsókn 82%.

Atkvæði fóru sem hér segir:

 

Nafn Atkvæði alls 1. sæti 2. sæti Atkvæði 1-2 sæti Hlutfall í fyrsta sæti Hlutfall alls 1-2 Sæti
Karólína Helga Símonardóttir 364 317 47 364 51,7 % 59,4 % 1
Árni Stefán Guðjónsson 361 27 334 361 4,4 % 58,9 % 2
Jón Ingi Hákonarson 279 259 20 279 42,3 % 45,5 % 3
Hjördís Lára Hlíðberg 120 10 110 120 1,6 % 19,6 % 4
Greidd atkvæði 613
Auð atkvæði 1 1
614
Kjörsókn 82 %