Stefna Viðreisnar í Kópavogi

Sjálfbærni er leiðarljós Viðreisnar í Kópavogi. Stefna Viðreisnar snýst um fimm meginþætti sem við teljum skipta mestu máli við rekstur sveitarfélags og er í samræmi við nýendurskoðað skipurit Kópavogsbæjar. Þannig þarf að ná jafnvægi milli umhverfis, samfélags og efnahags auk lýðræðis og jafnréttis. Við viljum frjálslynt og fjölbreytt samfélag og öflugt atvinnulíf. Við beitum okkur fyrir ábyrgri stjórn þar sem almannahagsmunir eru hafðir að leiðarljósi. Þannig tökum við mið af heildarstefnu sveitarfélagsins og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Við tökum ákvarðanir á grundvelli gagna og mælum frammistöðu okkar í nákvæmu upplýsingakerfi sem er sýnilegt öllum Kópavogsbúum á grundvelli gagnsæis. Við vitum að sjálfbærni er arðbær fjárfesting til framtíðar.

Umhverfi og lýðheilsa eru samtvinnuð og því leggur Viðreisn áherslu á varðveislu grænna svæða til leiks, íþrótta, samvista og útiveru. Við viljum skapa aðstæður sem hjálpa börnum jafnt sem fullorðnum til að stunda hreyfingu, leik og útivist í sínu nánasta umhverfi. Fjölga valkostum í húsnæðismálum og þróa áfram umhverfisvænt og nútímalegt sveitarfélag sem leggur áherslu á vistvænar samgöngur. Boðum róttækar breytingar á undirbúningi skipulagsmála þar sem samráð við íbúa verði tryggt á öllum stigum. Við skipulag nýrra hverfa verði umhverfisvæn markmið höfð að leiðarljósi er kemur að hönnun, húsagerð og framkvæmdir. Hugum að byggðu umhverfi sem hringrás þar sem samgöngur, skipulag og húsnæði er hugsað sem ein heild svo fólk hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu með umhverfisvænum ferðamáta.
 

Markmiðið er: Viðhald eldri hverfa verði markvisst og að vistvæn og heilsueflandi hverfi verði þróuð í víðtæku og metnarfullu samráðsferli.

 
Verkefnin eru:

  • Endurnýja hverfisáætlanir fyrir öll fimm hverfi Kópavogs. Með því stuðlum við að auknu gagnsæi og að hverfin verði þróuð í takt við breyttan tíðaranda.
  • Efla hverfiskjarna, nærþjónustu og styrkja miðsvæði sem hjartað í hverfinu.
  • Flýtum innleiðingu hringrásarhagkerfisins með breyttri flokkun á úrgangi og nýjum lausnum í úrgangsstjórnun.
  • Koma á lýðheilsuáætlunum skólahverfa og byggja aðgerðir m.a á niðurstöðum mælaborðs barna.
  • Tryggja öryggi á svæðum í umsjón bæjarins, sérstaklega meðal barna, m.a. með auknum forvörnum, bættri slysaskráningu og vinnu við umferðaröryggisáætlun.
  • Koma fyrir hundagerði í öllum hverfum Kópavogsbæjar.
  • Opin græn svæði verði endurskipulögð í samráði við íbúa.

Markmiðið er: Kópavogsbær skuldbindi sig til þess að vinna markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og að stuðla að fræðslu á sviði umhverfismála. Sýna gott fordæmi þegar kemur að orkuskiptum, úrgangslosun og aðgerðum til að draga úr kolefnisspori.

 
Verkefnin eru:

  • Kópavogsbær hafi frumkvæði af því hefja fræðslu um innleiðingu hringrásarhagkerfisins, m.a. með því að auka vitund um ábyrga neyslu og sjálfbærni.
  • Innleiða vistvæn innkaup, sporna gegn myndun úrgangs, draga markvisst úr matarsóun með mælingum og að kolefnisspor matvæla verði alltaf reiknað og sýnilegt.
  • Fjölga loftgæðamælum og auka sýnileika mælinga.
  • Markvisst að draga úr orkunotkun mannvirkja með aukinni snjallvæðingu.

Markmið er: Gera göngu, hjólreiðar og almenningssamgöngur að samkeppnishæfum ferðamáta. Einnig stuðla að uppbyggingu grænna innviða og orkuskipta.

 
Verkefnin eru:

  • Styðja við hugmyndafræði um Borgarlínu.
  • Flýta uppbyggingu aðskildra göngu og hjólastíga og lengja hjólastíganet bæjarins með góðri tengingu við önnur bæjarfélög.
  • Fjölga hjólastæðum og hjólageymslum.
  • Liðka fyrir fjölgun deilibíla, rafhlaupahjóla og fyrir nýjungum í samgöngumálum.
  • Gott aðgengi fyrir aldraða svo sem með því að fjölga bekkjum til að hvílast á.
  • Uppbygging samgöngumiðstöðvar í Smáranum.
  • Stórbæta umferðalýsingu, innleiða vegvísa á stígum og tryggja öruggar vistvænar gönguleiðir barna.
  • Hjólreiðaáætlun fyrir Kópavog verður unnin.
  • Lokið verði við gerð samgöngustefnu.

Markmið er:  Við skipulag nýrra hverfa verði umhverfisvæn markmið og fagurfræði höfð að leiðarljósi og að samgöngur, skipulag og húsnæði verði hugsað sem ein heild svo fólk hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu með virkum ferðamátum.

 
Verkefnin eru:

  • Róttækar breytingar á undirbúningi skipulagsmála þar sem samráð við íbúa verði tryggt á fyrstu stigum og meginreglur um íbúasamráð verði mótaðar.
  • Gera kannanir áður er ráðist er í gerð skipulagsáætlana bæði í þéttingarverkefnum og við undirbúning nýrra hverfa til að kanna þörf og tegundir íbúða sem markaðurinn kallar eftir.
  • Gera kannanir þegar íbúar hafa flutt inn í hverfi til að fylgja eftir þeim markmiðum sem sett eru við upphaf skipulagsáætlana.
  • Gera ráð fyrir aðstöðu fyrir dýr í öllum skipulagsáætlunum og hugum að fjölgun á opnum útisvæðum og lokuðum hundagerðum með leiktækjum fyrir hunda.
  • Tryggja atvinnuhúsnæði fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi þ.m.t. fyrir smærri þjónustufyrirtæki í hverfiskjörnum.
  • Glaðheimar - hefja kröftuga uppbyggingu að teknu tilliti til niðurstöðu samkeppni um stokk yfir Reykjanesbraut.
  • Hamraborg - Endurskoða þarf uppbyggingu og huga að þróun verslunar og þjónustu á miðbæjarsvæðinu öllu. Hamraborgarsvæðið á að blómstra sem líflegur miðbær með fjölbreytta þjónustu, framboð íbúða, skrifstofurýma og öflugar tengingar við aðliggjandi æðar virkra ferðamáta og komandi Borgarlínu.
  • Vatnsendahlíð - Hefja þegar í stað undirbúning deiliskipulags á nýrri íbúabyggð.
  • Vatnsendhvarf – rýna þær áætlanir sem nú eru í farvegi til að tryggja að framboð á íbúðum verði fyrir ólíka aldrushópa.
  • Kársnes – Vinna nýja skipulagslýsingu fyrir Kársnesið í heild sinni áður en frekari ákvarðandir verði teknar fyrir svæðið. Ná fram gagnsæi, sátt og tryggja aðkomu íbúa.
  • Smárinn – farið verði í hugmyndasamkeppni um íþrótta- og útivistarsvæði í Kópavogsdal, m.a með aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Teikna inn Borgarlínu, möguleika á menntaskóla og annari uppbyggingu í samráði við íbúa og félögin.
  • Kórinn – farið verði í hugmyndasamkeppni fyrir íþróttasvæði HK í Vatnsendahlíð og hestamannafélagið Sprett við Kórinn. Teikna þar inn almenningssamgöngur, möguleika á menntaskóla og annari uppbyggingu í samráði við íbúa og félögin.
  • Leikskólauppbygging: Leikskólinn við Skólatröð kláraður, leikskóli við Naustavör byggður, leikskóli í Glaðheimum byggður, leikskóli í Vatnsendahvarfi byggður ásamt því að ljúka við byggingu leikskóla í Kársnesskóla.

Markmið er:  Leggjum áherslu á blöndun kynslóða í skipulagi Kópavogsbæjar þar sem fjölbreytt og gott húsnæði og aðbúnaður er grundvallarþáttur.  Gott skipulag styður við virkni og lýðheilsu og minnkar líkur á félagslegri einangrun.

 
Verkefnin eru:

  • Fjölga félagslegu húsnæði í Kópavogi og íbúðum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga, svo sem fyrir tekjulægri hópa, stúdenta og eldri borgara.
  • Námsmannaíbúðir verði byggðar á Kársnesi og í Smáranum.
  • Auka samstarf við félagasamtök aldraðs fólk um húsnæðisuppbyggingu í öllum hverfum, hvort sem um er að ræða íbúðir til kaups eða leigu á viðráðanlegu leiguverði.
  • Auka fjölbreyttni í búsetuúrræðum fyrir eldra fólk þar sem heimili og þjónusta er tengd saman. Velferðartækni verður innleidd til að tryggja öryggi og bætta aðstöðu í heimahúsum fyrir eldra fólk.
  • Hjúkrunarheimilið við Boðaþing verði stækkað.
  • Hjúkrunarheimilum í Kópavogi verði fjölgað.
  • Uppbygging hjúkrunarýma í íbúakjarna fyrir yngra fólk sem glímir við sjúkdóma eins og t.d heilabilun og þarf á langtíma fjölþættri þjónustu að halda.
  • Uppfæra þarf húsnæðisáætlun fyrir fatlað fólk með það að markmiði að eyða biðlistum.
  • Skoða kosti þess að setja gjald á óbyggðar skipulagsheimildir svo að innviðauppbygging sveitarfélagsins sé í takt við tímaáætlun.

Markmið er:  Lýðheilsa snýr meðal annars að skipulagsmálum, loftlagsmálum, hljóðvist, sjálfbærni og meðhöndlun úrgangs. Tryggja íbúum aðgang að grænum svæðum í nærumhverfi sínu með bættri aðstöðu til samvista og útiveru og skapa umhverfi sem hvetur til hreyfingar.

 

Verkefnin eru:

  • Himnastiginn í Digraneshlíð verði endurgerður. Tröppurnar verði breikkaðar og upphitaðar. Komið fyrir áningarstöðum, útiæfingatækum og tímatökuvél. Bekkjum fjölgað þar sem útsýni er yfir dalinn og lágstemmdri LED lýsingu komið fyrir í nýjum handlista.
  • Þróun lýðheilsumats. Þróuð verður aðferð með aðkomu íbúa til að leggja mat á áhrif skipulags á lýðheilsu.
  • Lýðheilsustígar verði gerðir í öllum hverfum, sbr. lýðheilsustígur umhverfis kirkjugarð í Salahverfi og á Kópavogstúni.
  • Afgreiðslutími sundlauga verður lengdur.
  • Græn svæði verði skilgreind í hverfum með reiti fyrir matjurtaræktun sem ýtir undir sjálfbæra hugsun, ábyrga neyslu, útiveru og hollustu.
  • Skoða kosti þess að setja upp gróðurhús til almennra nota.
  • Gott og vel merkt stígakerfi með viðeigandi þjónustu og efld upplýsingagjöf varðandi gönguleiðir og hjólaleiðir í og við bæinn.

Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þarf að huga að þörfum barna og skapa þeim góðar aðstæður til að þroskast og dafna. Leikskólastarf byggir á fræðslu, umhyggju, snemmtækum stuðningi og góðu samstarfi á milli heimilis og skóla. Grunnurinn að góðu og fjölbreyttu námi er fjölbreytni í námsaðferðum, í bóknámi, verk- og tækninámi og lífsleikni. Viðreisn leggur mikla áherslu á faglegt sjálfstæði og sérstöðu menntastofnana og aukinn sveigjanleika milli skólastiga þannig að unnt sé að sinna nemendum með  einstaklingsmiðuðu námi. Við viljum styðja við  starf kennara og starfsfólks í leik- og grunnskólum og efla enn frekar starf starfsmanna  í frístundastarfi  með auknum sveigjanleika, íslenskukennslu á vinnutíma,  stuðningi við ræktun andlegrar og líkamlegrar heilsu, aðgengi að fræðslu og endurmenntun og markvissri leið til starfsþróunar. Við viljum  tryggja að rödd barna um menntun og þjónustu í þeirra þágu heyrist  og að ákvarðanataka taki mið af þeim.
 

Aðgengi að íþrótta- og frístundastarfi og heilsurækt sem höfðar til breiðs hóps barna og ungmenna er leiðarljós Viðreisnar þegar kemur að lýðheilsumálum. Þess vegna viljum við efla enn frekar uppbyggingu almenningsíþrótta og aðstöðu í öllum hverfum Kópavogs í samræmi við þéttingu byggðar. Við leggjum einnig ríka áherslu á að allar ákvarðanir um uppbyggingu til framtíðar verði teknar í samráði við íþróttafélögin og íbúa þannig að sátt sé um forgangsröðun.
 
Viðreisn vill að Kópavogur verði íþróttabær í fremstu röð þar sem geta, styrkur og vellíðan þátttakenda fari ávallt saman. Viðreisn vill veita öllum börnum tækifæri til að prófa mismunandi íþróttir án skuldbindinga. Sérstaklega viljum við horfa til aðgengis og virkni barna með sérþarfir og með annað móðurmál en íslensku. Með öflugu Ungmennahúsi viljum við ná til ungs fólks á aldrinum 16-25 ára því þátttaka í frístunda- og félagsstarfi eykur félagsfærni og eykur líkur á velgengni  í lífinu.
 

Verkefnin eru:

  • Öll börn fái frían mat í grunnskólum Kópavogs.
  • Stórefla stoðþjónustu við grunnskólana.
  • Styðja við skóla án aðgreiningar í samráði við skólasamfélagið.
  • Bæta starfsumhverfi kennara og starfsfólks í grunnskólum, t.d með auknum sveigjanleika.
  • Auka faglegt frelsi kennara og skóla svo ákvarðanir séu teknar næst nemendum.
  • Auka fjármagn til íslenskukennslu fyrir nýbúa.
  • Starfsfólki af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum verði boðin íslenskukennsla á vinnutíma.
  • Styðja við og þróa enn frekar rafrænakennsluhætti í samráði við heimili og skóla, m.t.t. skjánotkunar.

Verkefnin eru:

  • Frír leikskóli fyrir 5 ára börn 6 tíma á dag.
  • Veita tímabundinn fjölskyldustyrk frá því að fæðingarorlofi líkur þar til barnið kemst á leikskóla.
  • Bæta starfsumhverfi kennara og starfsfólks í leikskólum.
  • Samræma vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara og tryggja jafnt flæði kennara á milli skólastiga.
  • Stefnt að því að bjóða eins árs gömlum börnum ungbarnapláss á leikskólum Kópavogsbæjar.

Verkefnin eru:

  • Hækkun íþrótta- og tómstundastyrkja úr 56 í 80 þúsund og þeir verði í framhaldi tengdir neysluvísitölu.
  • Börn fái að prófa frístunda, íþróttastarf og tómstundir hjá íþróttafélögunum.
  • Tryggja að samgöngur styðji við þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarf með frístundavagni á vegum Kópavogsbæjar.
  • Kópavogsvöllur verði gerður að alþjóðlegum knattspyrnuvelli sem uppfyllir leyfiskerfi evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA)
  • Smárinn – farið verði í hugmyndasamkeppni um íþrótta- og útivistarsvæði í Kópavogsdal, m.a með aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Teikna inn Borgarlínu, möguleika á menntaskóla og annarri uppbyggingu í samráði við íbúa og félögin.
  • Kórinn – farið verði í hugmyndasamkeppni fyrir íþróttasvæði HK Vatnsendahlíð og hestamannafélagið Sprett við Kórinn. Teikna þar inn almenningssamgöngur, möguleika á menntaskóla og annarri uppbyggingu í samráði við íbúa og félögin.
  • Komið verði á fót þróunarsjóði fyrir íþrótta- og frístundarstarf sem ætlað er að styðja við þróun nýrra verkefna, fræðslu og þjálfun leiðbeinenda og þjálfara.
  • Að nýta alþjóðlega styrki Erasmus til að auka þekkingu þjálfara hjá íþróttafélögum í Kópavogi.
  • Tryggja jákvæða og heilbrigða þróun rafíþrótta í bænum og stuðning við iðkenndur.
  • Yfirbyggður strandblakvöllur verður byggður.
  • Kópavogur setji sér afreksstefnu og komi á fót afrekssjóði fyrir ungt afreksfólk.

Verkefnin eru:

  • Kópavogsbær komi að stofnun meðferðarúrræðis fyrir ungt fólk með fíknivanda.
  • Endurskoða starfsemi fyrir Ungmennahús Kópavogsbæjar, Molann, sbr. nýlega úttekt.
  • Ungmenni fái heildstæða ráðgjöf og þjónustu er lúta að andlegri og líkamlegri heilsu, námi, atvinnumálum og fjármálum í samstarfi við Geðræktarhúsið.
  • Að virkja ungt fólk til þátttöku í ákvarðanatöku er varðar aðstöðu og þjónustu við ungt fólk sem tekur mið af þörfum þeirra.
  • Auka tækifæri ungmenna til atvinnu- og starfsþjálfunar jafnt á almennum markaði sem opinberum.
  • Styðja við einstaka hópa í þjónustu Molans sem eru félagslega einangraðir og/eða með fötlun.
  • Að endurskoða framtíðarhúsnæði fyrir Molann þar sem leitast verði við að efla enn frekar aðstöðu til fjölbreyttrar list-, menningar- og nýsköpunar ungs fólks í Kópavogi.

Verkefnin eru:

 
Næring:

  • Tryggja börnum í grunnskólum Kópavogs frían mat á skólatíma. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál.
  • Móta matarstefnu fyrir grunnskólana í samráði við börn og allt skólasamfélagið þar sem horft verði til fjölbreytileika þeirrar fæðu sem boðið er upp á.
  • Dregið verði úr matarsóun og kolefnisspor matvæla verði reiknað.

 

Geðrækt

  • Markviss fræðsla um geðrækt fyrir börn þar sem lögð er áhersla á fyrsta stigs forvarnir og jákvæða sálfræði.
  • Nýta nýtt Gerðræktarhús til að byggja upp góða sjálfsmynd barna og ungmenna og efla færni í samskiptum sem leggur grunninn að góðri geðheilsu, jákvæðni og heilbrigðum lífsviðhorfum.
  • Mælaborð barna mun styðja við þarfagreiningu á námskeiðum í Geðræktarhúsinu, m.a til að koma til móts við börn og ungmenni með kvíða, vanlíðan, ADHD o.fl.

Viðreisn leggur áherslu á að fjölbreytt samfélag sé styrkur hvers sveitarfélags. Þess vegna viljum við tryggja velferðarþjónustu sem byggir á mannréttindum, virðingu, virkni og sjálfsákvörðunarrétti hvers og eins. Við viljum að allir fá notið hæfileika sinna án tillits til fötlunar, veikinda, aldurs, stöðu á vinnumarkaði eða félagslegra erfiðleika. Við leggjum áherslu á að öll velferðarþjónusta sé skipulögð þannig að hún mæti þörfum notenda á heildstæðan og skilvirkan hátt allt æviskeiðið. Í því felst að þjónusta berist notandanum tímanlega, hún miðist við einstaklingsbundnar þarfir og sé samfelld. Lýðheilsa íbúa er lykill að velsæld og þess vegna vill Viðreisn tryggja virkni og góða líðan og styðja við þátttöku allra íbúa í samfélaginu.
 

Markmið: Koma til móts við ólíkar þarfir þeirra íbúa sem þurfa ólík stuðningsúrræði og skapa skilyrði til að einstaklingar geti tekið virkan þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Að einstaklingar séu styrktir til sjálfshjálpar og geti búið sem lengst í heimahúsi. Að þjónustan verði einföld, lipurð og upplýsingar séu aðgengilegar.
 

Verkefnin eru:

  • Að einfalda alla vinnu við umsóknir um þjónustu með rafrænum lausnum og veita fólki sem ekki getur nýtt sér rafrænar lausnir sérstakan stuðning.
  • Að Kópavogsbær virði frumkvæðisskyldu að þjónustu við börn, fatlað fólk, langveika og aldraða til
  • Að tryggja aðgengi í víðum skilningi, jafnt aðgengi að byggingum og almannarýmum sem og aðgengi að upplýsingum og ákvarðanatöku.
  • Við leggjum höfuð áherslu á forvarnarstarf til eflingar barna og barnafjölskyldna með starfsemi í Geðræktarhúsinu. (Mælikvarða barna)
  • Efla þjónustu þegar um er að ræða alvarlegar geðheilbrigðisaðstæður barna svo sem kvíða, áföll eða þunglyndi.
  • Að stytta biðlista eftir sérfræðiráðgjöf.
  • Að styðja virkniúrræði til að aðstoða fólk sem hefur verið utan vinnumarkaðar í lengri tíma.
  • Viðreisn í Kópavogi styður við fjölbreytt rekstrarform þegar kemur að velferðarþjónustu.

Verkefnin eru:

  • Samætting: Að tryggja góða þjónustu fyrir einstaklinga í heimahúsum, svo sem aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og síðast en ekki síst úrvals-stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Stefna skal að samfellu í þjónustu við aldrað fólk.
  • Leggja þarf áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu og efla sérstaklega kvöld- og helgarþjónustu sem og sveigjanlega dagvistun.
  • Heilsuefling: Að markviss heilsuefling íþróttafélaga og Kópavogsbæjar og skipulögð hvatning til heilsueflingar eldra fólks haldi áfram en nú einnig í samstarfi við heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og félags eldri borgara í Kópavogi. Heilsueflingarverkefnin „Virkni og vellíðan“ og „Digirehap-heilsuefling í heimahúsi“ „Sundleikfimi“ og fleiri verkefni verða hluti af skipulagðri og markvissri heilsueflingu fyrir fólk með ólíkar þarfir.
  • Afsláttur af fasteignagjöldum mun áfram hækka til þess að draga úr húsnæðiskostnaði eldra fólkis.
  • Auka velferðartækni.
  • Viðreisn styður við fjölbreytt rekstrarform í þjónustu við aldrað fólk.

Verkefnin eru:

  • Virða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
  • Viljum tryggja enn frekar tækifæri til sjálfstæðs lífs og styðjum áframhaldandi innleiðingu á notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) fyrir fatlað fólk. Við viljum fjölga NPA samningum í takt við áætlanir ríkisins.
  • Fötluðum börnum séu tryggð tækifæri til þátttöku í íþróttum og tómstundum á eigin forsendum og að þau fái stuðning frá Kópavogsbæ í samræmi við viðurkennda stuðningsþörf.
  • Fötluðu fólk sé tryggður valkostur til sjálfstæðrar búsetu, með áherslu á algilda hönnun. Uppfæra þarf 12 ára húsnæðisáætlun frá 2014
  • Kópavogsbær styðji við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks með fjölbreyttum atvinnutengdum verkefnum í virkniúrræðum með tengingu inn í nýsköpunarumhverfið.
  • Sveitarfélögin bjóði upp á frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni 16 - 20 ára.

Verkefnin eru:

  • Tryggja að ávallt séu fyrirliggjandi réttar fjárhagslegar og stjórnunarlegar upplýsingar til undirbúnings ákvarðanatöku hjá Kópavogsbæ.
  • Ástunduð sé ábyrg fjármálastjórn og rekstur sé ávallt innan fjárheimilda.
  • Tryggja öfluga skýrslu- og upplýsingagjöf með hagnýtingu tækni. M.a. með því að sjálfvirknivæða skýrslugerðir.
  • Græn fjármögnun verði alltaf fyrsti kostur til að njóta hagstæðari kjara.
  • Sjálfbærniskýrsla verði ávallt birt samhliða ársreikningi Kópavogsbæjar.
  • Auka gagnsæi og upplýsingagjöf og gera allar lykiltölur í rekstri sýnilegar á heimasíðu Kópavogsbæjar.

Verkefnin eru:

  • Tryggja að innkaup séu hagkvæm, vistvæn, heiðarleg, gegnsæ og ábyrg.
  • Einfalda innkaupaferla með innleiðingu miðlægrar þjónustu við innkaup bæjarins og tryggja að innkaup séu skýr og rekjanleg.
  • Þróa áfram opna bókhaldskerfið „Hvert fóru peningarnir“
  • Forðast innkaup á vöru sem hægt er að vera án og draga úr sóun.
  • Láta umhverfismerkta vöru og þjónusta njóta forgangs.
  • Gera kröfur um að upplýsingar um kolefnisspor fylgi keyptri vöru og þjónustu til að styðja við loftslagsvænar innkaup.
  • Gera auknar kröfur um umhverfisvottanir fyrirtækja sem bærinn kaupir þjónustu og vörur af.
  • Draga markvisst úr orkunotkun mannvirkja með aukinni snjallvæðingu.
  • Forgangsröðun fjármuna verði ákveðin út frá ábyrgri og sjálfbærri innkaupastefnu, með útboðum og gagnsæi í innkaupamálum.
  • Allar helstu tölur í rekstri sveitarfélagsins verði gerðar aðgengilegar á vefgátt bæjarins í anda þess sem gert í nágrannasveitarfélögunum.  Áhersla verði á umhverfisvænar og grænar fjárfestingar.
  • Bjóða út alla útboðsskylda vöru og þjónustu.
  • Innleiða visvæn innkaup þar sem forgangur verði settur á þau innkaup þar sem kolefnisspor er sýnilegt og gera auknar kröfur um umhverfisvottanir við kaup á verkkaupum, vörukaupum og þjónustu.

Markmið: Starfsemi stjórnsýslusviðs sé árangursdrifin og framsækin og grundvallist á sérfræðiþekkingu og þverfaglegu samstarfi. Að stjórnkerfið sé skilvirkt og að þjónusta við íbúa, bæjarstjórn, ráð og nefndir, starfsfólk, stofnanir og aðra hagaðila sé snjöll, ábyrg og góð. Stefnt skal að því að íbúalýðræði sé virkt og aðgengilegt fyrir alla íbúa með það að markmiði að auka aðkoma íbúa að ákvörðunum um málefni samfélagsins.
 

Verkefnin eru:
 

  • Stefnumótun Kópavogsbæjar sé samræmd með hag íbúa og sjálfbærni að leiðarljósi.
  • Stefnan styður við fagsviðin hvað varðar stefnumiðaða áætlanagerð svo sem með verkefnastjórn þvert á svið, árangursmælingum, aðgengi að upplýsingum, upplýsingaöryggi og vottuðu gæðakerfi.
  • Stjórnsýslan stuðli áfram að innleiðingu samræmdra stefnumiðaðra stjórnarhátta í allri starfsemi Kópavogsbæjar með tengingu við gæðamarkmið, fjárhagsáætlanir og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
  • Leggja áherslu á nýsköpun og tileinka sér tækninýjunga í starfsemi sinni með það að markmiði að veita þjónustu sem tekur mið af þörfum íbúa hverju sinni.
  • Þróa áfram og viðhalda mælaborð um framgang verkefna hjá Kópavogsbæ.
  • Auka stafræna þjónustu við íbúa á vef bæjarins og horfa sérstaklega til frekari þróunar í velferðartækni og nýtingu stafrænnar tækni í skólum.
  • Öll tækni skal metin með hliðsjón af skilvirkni, bættum gæðum, gagnsæi og auknu öryggi.
  • Fækka nefndum bæjarins og stofna þess í stað umhverfaráð í fimm hverfum bæjarins þar sem greitt er fyrir nefndarstörf.
  • Hraða afgreiðslu umsókna og mála s.s. þeim er snúa að leyfisveitingum go framkvæmdum
  • Nýta græna hvata til að styðja við sjálfbæran rekstur og laða að ný fyrirtæki (s.s. með lækkum fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði)
  • Innleiða kerfi í anda Grænna skrefa í rekstri.

 

Markmið er: Kópavogur er menningarbær og menningarhúsin í Hamraborginni eru okkur afar kær. Við viljum hins vegar færa út kvíarnar; koma með menningu og listir í fjölbreyttu formi sínu út í hverfin fyrir alla til að njóta. Við viljum meira samstarf, bæði innlent/alþjóðlegt og einnig milli stofnanna og fyrirtækja í Kópavogi. Við viljum efla kjarnann; með frábæru útisvæði við menningarhúsin, gera það að skapandi stað með skúlptúrum sem má klifra í og náttúruríki sem hægt er að rannsaka, hafa þar útikaffihús í skjóli, náttúruleg leiktæki og tækifæri til upplifunar.
 

Verkefnin eru:

     

  • Efna til faglegar samkeppni um útisvæði við menningarhúsin í Hamraborg tengt Hálsatorgi
  • Opna fjölmenningarhús með bókasafni í efri byggðum Kópavogs
  • Efla grasrótarstarf í hverfum Kópavogs og halda lifandi hverfishátíðir
  • Gefa í menningaruppeldi barna í Kópavogi og stuðla að lifandi flæði í báðar áttir
  • Útilistaverk um allan bæ – og hlúa að verkunum okkar sem við eigum
  • Listina í grænu svæði Kópavogs; umbætur og ný svæði séu unnin af fagaðilum og að verkefni séu unnin í samráði við lista- og menningarráð
  • Efla Salinn; fá þar matstað sem þjónar Salnum og svæðinu
  • Hlúa að ungu fólki í listastarfi og efla samstarf við Molann og Skapandi sumarstörf
  • Búa betur að og skipuleggja til framtíðar varðveislu menningarverðmæta
  • Hefja undirbúning að flutningi Héraðsskjalasafns í varanlegt húsnæði
  • Bjóða upp á gestadvöl listamanna, t.d. í gamla Kópavogsbæ
  • Efla náttúruvitund barna í Kópavogi með samstarfi við Náttúrufræðistofu
  • Menning verði hluti af endurskipulagningu Hafnarsvæðisins