Sjálfbærni er leiðarljós Viðreisnar í Kópavogi. Stefna Viðreisnar snýst um fimm meginþætti sem við teljum skipta mestu máli við rekstur sveitarfélags og er í samræmi við nýendurskoðað skipurit Kópavogsbæjar. Þannig þarf að ná jafnvægi milli umhverfis, samfélags og efnahags auk lýðræðis og jafnréttis. Við viljum frjálslynt og fjölbreytt samfélag og öflugt atvinnulíf. Við beitum okkur fyrir ábyrgri stjórn þar sem almannahagsmunir eru hafðir að leiðarljósi. Þannig tökum við mið af heildarstefnu sveitarfélagsins og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Við tökum ákvarðanir á grundvelli gagna og mælum frammistöðu okkar í nákvæmu upplýsingakerfi sem er sýnilegt öllum Kópavogsbúum á grundvelli gagnsæis. Við vitum að sjálfbærni er arðbær fjárfesting til framtíðar.
Umhverfi og lýðheilsa eru samtvinnuð og því leggur Viðreisn áherslu á varðveislu grænna svæða til leiks, íþrótta, samvista og útiveru. Við viljum skapa aðstæður sem hjálpa börnum jafnt sem fullorðnum til að stunda hreyfingu, leik og útivist í sínu nánasta umhverfi. Fjölga valkostum í húsnæðismálum og þróa áfram umhverfisvænt og nútímalegt sveitarfélag sem leggur áherslu á vistvænar samgöngur. Boðum róttækar breytingar á undirbúningi skipulagsmála þar sem samráð við íbúa verði tryggt á öllum stigum. Við skipulag nýrra hverfa verði umhverfisvæn markmið höfð að leiðarljósi er kemur að hönnun, húsagerð og framkvæmdir. Hugum að byggðu umhverfi sem hringrás þar sem samgöngur, skipulag og húsnæði er hugsað sem ein heild svo fólk hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu með umhverfisvænum ferðamáta.
Markmiðið er: Viðhald eldri hverfa verði markvisst og að vistvæn og heilsueflandi hverfi verði þróuð í víðtæku og metnarfullu samráðsferli.
Verkefnin eru:
Markmiðið er: Kópavogsbær skuldbindi sig til þess að vinna markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og að stuðla að fræðslu á sviði umhverfismála. Sýna gott fordæmi þegar kemur að orkuskiptum, úrgangslosun og aðgerðum til að draga úr kolefnisspori.
Verkefnin eru:
Markmið er: Gera göngu, hjólreiðar og almenningssamgöngur að samkeppnishæfum ferðamáta. Einnig stuðla að uppbyggingu grænna innviða og orkuskipta.
Verkefnin eru:
Markmið er: Við skipulag nýrra hverfa verði umhverfisvæn markmið og fagurfræði höfð að leiðarljósi og að samgöngur, skipulag og húsnæði verði hugsað sem ein heild svo fólk hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu með virkum ferðamátum.
Verkefnin eru:
Markmið er: Leggjum áherslu á blöndun kynslóða í skipulagi Kópavogsbæjar þar sem fjölbreytt og gott húsnæði og aðbúnaður er grundvallarþáttur. Gott skipulag styður við virkni og lýðheilsu og minnkar líkur á félagslegri einangrun.
Verkefnin eru:
Markmið er: Lýðheilsa snýr meðal annars að skipulagsmálum, loftlagsmálum, hljóðvist, sjálfbærni og meðhöndlun úrgangs. Tryggja íbúum aðgang að grænum svæðum í nærumhverfi sínu með bættri aðstöðu til samvista og útiveru og skapa umhverfi sem hvetur til hreyfingar.
Verkefnin eru:
Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þarf að huga að þörfum barna og skapa þeim góðar aðstæður til að þroskast og dafna. Leikskólastarf byggir á fræðslu, umhyggju, snemmtækum stuðningi og góðu samstarfi á milli heimilis og skóla. Grunnurinn að góðu og fjölbreyttu námi er fjölbreytni í námsaðferðum, í bóknámi, verk- og tækninámi og lífsleikni. Viðreisn leggur mikla áherslu á faglegt sjálfstæði og sérstöðu menntastofnana og aukinn sveigjanleika milli skólastiga þannig að unnt sé að sinna nemendum með einstaklingsmiðuðu námi. Við viljum styðja við starf kennara og starfsfólks í leik- og grunnskólum og efla enn frekar starf starfsmanna í frístundastarfi með auknum sveigjanleika, íslenskukennslu á vinnutíma, stuðningi við ræktun andlegrar og líkamlegrar heilsu, aðgengi að fræðslu og endurmenntun og markvissri leið til starfsþróunar. Við viljum tryggja að rödd barna um menntun og þjónustu í þeirra þágu heyrist og að ákvarðanataka taki mið af þeim.
Aðgengi að íþrótta- og frístundastarfi og heilsurækt sem höfðar til breiðs hóps barna og ungmenna er leiðarljós Viðreisnar þegar kemur að lýðheilsumálum. Þess vegna viljum við efla enn frekar uppbyggingu almenningsíþrótta og aðstöðu í öllum hverfum Kópavogs í samræmi við þéttingu byggðar. Við leggjum einnig ríka áherslu á að allar ákvarðanir um uppbyggingu til framtíðar verði teknar í samráði við íþróttafélögin og íbúa þannig að sátt sé um forgangsröðun.
Viðreisn vill að Kópavogur verði íþróttabær í fremstu röð þar sem geta, styrkur og vellíðan þátttakenda fari ávallt saman. Viðreisn vill veita öllum börnum tækifæri til að prófa mismunandi íþróttir án skuldbindinga. Sérstaklega viljum við horfa til aðgengis og virkni barna með sérþarfir og með annað móðurmál en íslensku. Með öflugu Ungmennahúsi viljum við ná til ungs fólks á aldrinum 16-25 ára því þátttaka í frístunda- og félagsstarfi eykur félagsfærni og eykur líkur á velgengni í lífinu.
Verkefnin eru:
Verkefnin eru:
Verkefnin eru:
Verkefnin eru:
Verkefnin eru:
Næring:
Geðrækt
Viðreisn leggur áherslu á að fjölbreytt samfélag sé styrkur hvers sveitarfélags. Þess vegna viljum við tryggja velferðarþjónustu sem byggir á mannréttindum, virðingu, virkni og sjálfsákvörðunarrétti hvers og eins. Við viljum að allir fá notið hæfileika sinna án tillits til fötlunar, veikinda, aldurs, stöðu á vinnumarkaði eða félagslegra erfiðleika. Við leggjum áherslu á að öll velferðarþjónusta sé skipulögð þannig að hún mæti þörfum notenda á heildstæðan og skilvirkan hátt allt æviskeiðið. Í því felst að þjónusta berist notandanum tímanlega, hún miðist við einstaklingsbundnar þarfir og sé samfelld. Lýðheilsa íbúa er lykill að velsæld og þess vegna vill Viðreisn tryggja virkni og góða líðan og styðja við þátttöku allra íbúa í samfélaginu.
Markmið: Koma til móts við ólíkar þarfir þeirra íbúa sem þurfa ólík stuðningsúrræði og skapa skilyrði til að einstaklingar geti tekið virkan þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Að einstaklingar séu styrktir til sjálfshjálpar og geti búið sem lengst í heimahúsi. Að þjónustan verði einföld, lipurð og upplýsingar séu aðgengilegar.
Verkefnin eru:
Verkefnin eru:
Verkefnin eru:
Verkefnin eru:
Verkefnin eru:
Markmið: Starfsemi stjórnsýslusviðs sé árangursdrifin og framsækin og grundvallist á sérfræðiþekkingu og þverfaglegu samstarfi. Að stjórnkerfið sé skilvirkt og að þjónusta við íbúa, bæjarstjórn, ráð og nefndir, starfsfólk, stofnanir og aðra hagaðila sé snjöll, ábyrg og góð. Stefnt skal að því að íbúalýðræði sé virkt og aðgengilegt fyrir alla íbúa með það að markmiði að auka aðkoma íbúa að ákvörðunum um málefni samfélagsins.
Verkefnin eru:
Markmið er: Kópavogur er menningarbær og menningarhúsin í Hamraborginni eru okkur afar kær. Við viljum hins vegar færa út kvíarnar; koma með menningu og listir í fjölbreyttu formi sínu út í hverfin fyrir alla til að njóta. Við viljum meira samstarf, bæði innlent/alþjóðlegt og einnig milli stofnanna og fyrirtækja í Kópavogi. Við viljum efla kjarnann; með frábæru útisvæði við menningarhúsin, gera það að skapandi stað með skúlptúrum sem má klifra í og náttúruríki sem hægt er að rannsaka, hafa þar útikaffihús í skjóli, náttúruleg leiktæki og tækifæri til upplifunar.
Verkefnin eru:
Við notum kökur til að geyma og /eða nálgast upplýsingar um tækið þitt til að bæta vefinn okkar og sjá hvernig hann er almennt notaður. Þessar upplýsingar geta líka verið notaðar til að beina til þín kostuðum skilaboðum um Viðreisn á samfélagsmiðum. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka. Undir “vafrakökustefnu" getur þú valið hvers konar kökur þú heimilar okkur að geyma. Athugið sumar kökur, sem eru ekki persónugreinanlegar, eru nauðsynlegar til að vefurinn virki fyrir þig. Þú getur líka hreinsað kökur úr tækinu þínu.