Við setjum heimilin, fjölskylduna og bōrn í forgang með ábyrgri húsnæðisstefnu, átaki í geðrækt, brú á milli fæðingarorlofs og leikskóla og fríum skólamat. Tryggja íbúum aðgang að grænum svæðum í nærumhverfi sínu með bættri aðstöðu til samvista og útiveru og sköpum umhverfi sem hvetur til hreyfingar.
Fjölgum valkostum í húsnæðismálum með byggingu félagslegs húsnæðis og íbúðum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga, fyrir tekjulægri hópa, stúdenta og eldri borgara. Þannig komum við til móts við ólíkar þarfir þeirra íbúa sem þurfa mismunandi stuðningsúrræði og sköpum skilyrði til að einstaklingar geti tekið virkan þátt í samfélaginu á eigin forsendum.
Við viljum að Kópavogsbær skuldbindi sig til þess að vinna markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og að stuðli að fræðslu á sviði umhverfismála. Sýnum gott fordæmi þegar kemur að orkuskiptum, úrgangslosun og aðgerðum til að draga úr kolefnisspori. Gerum þetta með því þróa áfram umhverfisvænt og nútímalegt sveitarfélag sem leggjur áherslu á vistvænar samgöngur.
Við viljum ábyrga og gegnsæja fjármálastjórn og að starfsemi stjórnsýslusviðs verði árangursdrifin og framsækin. Grundvallist á sérfræðiþekkingu og þverfaglegu samstarfi. Stefnt skal að því að íbúalýðræði verði virkt og aðgengilegt fyrir alla íbúa með það að markmiði að auka aðkoma íbúa að ákvörðunum um málefni samfélagsins.
Viðreisn í Kópavogi var stofnuð 18. október 2017. Félagsmenn eru allir skráðir félagar í Viðreisn sem lögheimili hafa í Kópavogi. Hægt er að skrá sig í Viðreisn hér.
Í sveitarstjórnarkosningum 2022 varð oddviti Viðreisnar í Kópavogi, Theodóra S. Þorsteinsdóttir kjörinn bæjarfulltrúi með 10,7% atkvæða.
Reikningur: 537-26-630318
Kennitala: 630318-1810
Stjórn Viðreisnar í Kópavogi:
Við notum kökur til að geyma og /eða nálgast upplýsingar um tækið þitt til að bæta vefinn okkar og sjá hvernig hann er almennt notaður. Þessar upplýsingar geta líka verið notaðar til að beina til þín kostuðum skilaboðum um Viðreisn á samfélagsmiðum. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka. Undir “vafrakökustefnu" getur þú valið hvers konar kökur þú heimilar okkur að geyma. Athugið sumar kökur, sem eru ekki persónugreinanlegar, eru nauðsynlegar til að vefurinn virki fyrir þig. Þú getur líka hreinsað kökur úr tækinu þínu.