Félag Viðreisnar í Kópavogi var stofnað 18. október 2017. Félagsmenn eru allir félagar í Viðreisn sem lögheimili hafa í Kópavogi.
Í sveitarstjórnarkosningunum vorið 2018 bauð Viðreisn fram sameiginlegan framboðslista með Bjartri Framtíð til bæjarstjórnar Kópavogs undir merkjum BF Viðreisnar. Framboðið hlaut 13,11% atkvæða og tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn Kópavogs, þau Theodóru S. Þorsteinsdóttur og Einar Þorvarðarson.
Reglulegir fundir eru haldnir um bæjarmálefnin og hægt að fylgjast með starfi félagsins á facebook síðunni síðunni Viðreisn í Kópavogi. Einnig er hægt að hafa samband við formann félagsins á netfanginu kopavogur@vidreisn.is
Í stjórn félagsins sitja:
- Jóhanna Pálsdóttir formaður
- Alexander Þórisson
- Andrés Pétursson
- Elvar Bjarki Helgason
- Ingibjörg Auður Guðmundsóttir
- Auður Sigrúnardóttir, varamaður
- Þorsteinn Þorkelsson, varamaður