Dagskrá:

Athugið að tímasetningar geta riðlast

 

FÖSTUDAGUR:

 

15:30 Hús opnar/ Skráning hefst
16:00 Formaður setur þing
16:30  Málefnahópar, lota 1.
Umhverfismál Salur 1
Heilbrigðis- og velferðarmál Salur 2
Utanríkismál Salur 2
Mennta-, menninga-, tómstunda- og íþróttamál Salur 3
18:00 Málefnahópar, lota 2.
Atvinnumál Salur 1
Jafnréttismál Salur 2
Efnahagsmál Salur 2
Innanríkismál Salur 3
19:30 Kynning á drögum á breytingum á samþykktum
20:00 Hlé
20:30 Kvöldverður/Partý

 

LAUGARDAGUR:

 

09:00 Skýrsla framkvæmdastjóra um rekstur /kosning um endurskoðanda
09:15 Stjórnmálaályktun kynnt
09:30 Umræða og afgreiðsla á breytingum á samþykktum Viðreisnar
10:30 Ræða formanns
11:00 Afgreiðsla ályktana
11:00- 11:30 Kosning formanns hefst
11:30 Hádegisverður
11:30 Hliðarviðburður í sal 1: Hvað segir kjósandinn? Bjarni Halldór Janusson
12:30 Hringborð: Sjóveik af krónusveiflum. Gestir: Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum. Bergsteinn Einarsson, forstjóri Set ehf. Friðrik Jónsson, formaður BHM. Umræðum stýrir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar.
13:35 Afgreiðsla ályktana frh.
13:30 – 14:00 Kosning Varaformanns og málefnaráðs
15:00 Hringborð: Ísland 2040 – hvert stefnum við? Gestir: Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar. Sigmar Guðmundsson alþingismaður, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar.
15:40 Afgreiðsla ályktana frh
15:30 – 16:00 Kosning ritara (ef landsþing samþykkir), meðstjórnenda og varamanna
16:00 Hliðarviðburður í sal 1: Tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins. Daði Már Kristófersson
17:00 Afgreiðsla stjórnmálaályktunar
17:30 Ræða varaformanns
18:00 Þingslit

20.00 Þinglokshóf á Natura

Landsþing Viðreisnar 2023 hefst föstudaginn 10. febrúar 2023 kl. 16.00 með því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar setur þingið. Landsþingsræða formanns verður laugardaginn 11. febrúar kl. 10.30.

 

Miðaverð er 8.000 kr. /6.000 kr. fyrir félaga í Uppreisn.

 

Við skráningu á þingið er hægt að skrá sig í hádegisverð í bröns á veitingastaðnum Satt á laugardeginum. Þau sem skrá sig fyrir 6.  febrúar greiða 5.015 kr. fyrir hádegisverðinn í stað 5.900 kr. Einnig verður hægt að kaupa samlokur á staðnum.

 

Laugardagskvöldið 11. febrúar verður landsþingskvöldverður, skemmtun og gaman. Þau sem skrá sig fyrir 8. febrúar geta keypt miðann á 7.000 kr. Annars verður hægt að kaupa miða við innganginn á 10.000 kr. Þinggestir geta keypt miðann við skráningu. Aðrir gestir geta keypt miða hér.

Þau sem eru fullgildir félagar mega bjóða sig fram til embætta á landsþingi.

 

Til að geta kosið eða hafa tillögurétt, þarf að vera félagi í Viðreisn sem hefur skráð sig hafa í flokkinn a.m.k. viku fyrir landsþing og hefur skráð sig til setu á landsþingi með fullnægjandi hætti fyrir kl. 16 föstudaginn 10. febrúar. Síðasti séns til að skrá sig í Viðreisn til að taka fullan þátt á landsþinginu er  því kl. 23.59, föstudaginn 3. febrúar.

Miðaverð á þingið er 8.000 kr. Það er afsláttargjald fyrir ungliða í Uppreisn og greiða þeir 6.000 kr.


Þinggestir sem koma utan að landi fá ferðastyrk vegna skráningar.

Gestir sem ferðast 110-400 km geta fengið þingkomustyrk upp á 7.000 kr.

Gestir sem ferðast 400 km. eða meira fá þingkomustyrk upp á 15.000 kr.

Til að óska eftir þingkomustyrknum eru gestir beðnir um að senda póst á vidreisn@vidreisn.is með afrit af kvittun fyrir bensíni eða flugmiða.

Laugardagskvöldið 11. febrúar verður landsþingskvöldverður, skemmtun og gaman. Þau sem skrá sig fyrir 8. febrúar geta keypt miðann á 7.000 kr. Annars er hægt að kaupa miða hann, allt þar til við innganginn á 10.000 kr.

Fundargögn landsþings Viðreisnar 2023 er að finna hér.

 

Samþykktar ályktanir 11. febrúar 2023

Ekki er hægt að leggja fram nýjar tillögur til breytinga á ályktunum. Á laugardegi er einugis hægt að leggja aftur fram tillögur sem ræddar voru í málefnanefnd á föstudegi.

Mælst er til að tillögur til breytinga verði sendar ekki síðar en 8. febrúar, til að gefa öðrum þinggestum rými til að kynna sér efni þeirra. Ef þú vilt leggja til breytingu á ályktunum er hægt að nota þetta form eða senda póst á vidreisn@vidreisn.is. Skýrt skal koma fram hver leggur fram breytingartillöguna, hvaða málefnaályktun er óskað eftir að breyta og hvernig breytingu skuli háttað.

Þú getur kynnt þér grunnstefnu Viðreisnarstefnur í ákveðnum málaflokkum, eins og þær standa nú, og núgildandi samþykktir Viðreisnar, fyrir fundinn.

Kosið verður um formann Viðreisnar, varaformann, ritara (ef landsþing samþykkir breytingu á samþykktum og heimilar kosningu), meðstjórnendur og fulltrúa málefnaráðs.

 

Framboðsfrestur til formanns Viðreisnar, stjórnar Viðreisnar og fulltrúa í málefnaráð er til kl. 12:00, tveimur dögum fyrir upphaf landsþings. Framboðsfrestur í embætti varaformanns rennur út klukkustund eftir að tilkynnt er um úrslit í formannskjöri. Ef landsþing heimilar kosningu á ritara mun framboð til ritara renna út klukkustund áður en kosning hefst.

 

Tilkynningar um framboð skal senda á vidreisn@vidreisn.is. Skýrt skal koma fram hver er að bjóða sig fram og til hvaða embættis. Gott væri að fá mynd og stuttan kynningartexta til að setja á frambjóðendasíðu sem birt verður eftir hádegi, miðvikudaginn 8. febrúar, þegar framboðsfrestur rennur út.

Kosið verður um formann Viðreisnar, varaformann, ritara (ef landsþing samþykkir breytingu á samþykktum og heimilar kosningu), meðstjórnendur og fulltrúa málefnaráðs. Allar kosningingar fara fram laugardaginn 11. febrúar. Gert er ráð fyrir að fyrst verði kosið til formanns kl. 11.00. Kosið verði til varaformanns og málefnaráðs kl. 13.30 og kosið verði til ritara (ef landsþing heimilar) og meðstjórnenda kl. 14.30).

 

Framboðsfrestur til formanns Viðreisnar, stjórnar Viðreisnar og fulltrúa í málefnaráð var til kl. 12:00, tveimur dögum fyrir upphaf landsþings. Hægt er að kynna sér frambjóðendur hér.

 

Framboðsfrestur í embætti varaformanns rennur út klukkustund eftir að tilkynnt er um úrslit í formannskjöri. Ef landsþing heimilar kosningu á ritara mun framboð til ritara renna út klukkustund áður en kosning hefst. Einnig gæti landsþing heimilað að framboð mnuni opna að nýju til formanns, stjórnar og málefnaráðs.

Það er gaman að koma á landsþing, hitta fólk og ræða pólitík.

 

Á föstudeginum, eftir að þing hefur verið sett, þingstjóri og ritari kjörnir og fundarsköp hafa verið samþykkt hefst málefnavinna í 8 hópum (í tveimur lotum, svo að fundir 4 hópa verða samtímis). Hóparnir munu fjalla um drög að ályktunum Viðreisnar í atvinnumálum, efnahagsmálum, heilbrigðis- og velferðarmálum, innanríkismálum, jafnréttismálum, mennta-, menningar-, félags- og tómstundamálum, umhverfis- og auðlindamálum og utanríkismálum.

 

Þinggestir geta valið sér hópa til að taka þátt í, þar sem rætt verður um breytingartillögur sem fram hafa komið um málefnið og kosið um hvort eigi að bæta þeim við drögin. Þessar ályktanir verða svo bornar fyrir landsþingið allt á laugardeginum. Þá má einungis bera fram breytingartillögur, ef þær hafa verið ræddar í málefnahóp á föstudeginum.

 

Laugardagurinn hefst með skýrslu framkvæmdastjóra og kynningu á stjórnmálaályktun, sem verður rædd og kosið um síðar um daginn. Þá hefst umræða um samþykktir Viðreisnar, sem eru þær reglur sem flokkurinn hefur samþykkt að skipuleggja sig samkvæmt og starfa eftir. Lagðar eru til 9 breytingar á samþykktum sem landsþingsgestir þurfa að kjósa um. Breytingartillögurnar er hægt að finna í landsþingsgögnum, þegar búið er að birta þau.

 

Þinggestir munu kjósa í embætti á laugardeginum. Kosningin verður skrifleg og stjórn hefur skipað kjörstjórn til að sjá um að hún fari vel fram.

 

Það verða líka ræður og skemmtilegar umræður til að hlusta á. Bæði í aðalsalnum en líka í hliðarsal á meðan umræður um ályktanir fara fram.

 

Eftir landsþingið er svo gaman að koma á Þinglokagleðina, sem verður á Natura um kvöldið. Þú getur keypt miða hérna ofar á síðunni, bæði fyrir þig og gesti.

Það vantar alltaf gott fólk og fleiri hendur. Ef þú vilt vera sjálfboðaliði á landsþinginu, þá geturðu þú skráð þig hér.

Fyrir utan almenna gleði á landsþinginu, verður að sjálfsögðu partý.

 

Á föstudagskvöldinu mun:

Viðreisnarfólk í Reykjavík og gestir hittast á Aldamótum kl. 20.30.

Viðreisnarfólk í Suðvesturkjördæmi og af landsbyggðinni mun hittast á Mossley í Kópavogi kl. 20.30

Uppreisnarfólk mun hittast á Lebowski bar kl. 20.30
 
 

Á laugardagskvöldinu

Verður Þinglokshóf á Reykjavík Natura og hefst kl. 20.00. Hægt er kaupa miða hér, ef þú skráðir þig ekki um leið og þú skráðir þig á þingið. Nú eða ef þú vilt bjóða maka eða vini með.

FÖSTUDAGUR:

15:30 Hús opnar/ Skráning hefst
16:00 Formaður setur þing
16:30  Málefnahópar, lota 1.
Umhverfismál Salur 1
Heilbrigðis- og velferðarmál Salur 2
Utanríkismál Salur 2
Mennta-, menninga-, tómstunda- og íþróttamál Salur 3
18:00 Málefnahópar, lota 2.
Atvinnumál Salur 1
Jafnréttismál Salur 2
Efnahagsmál Salur 2
Innanríkismál Salur 3

19:30 Kynning á drögum á breytingum á samþykktum
20:00 Hlé
20:30 Kvöldverður/Partý

LAUGARDAGUR:

09:00 Skýrsla framkvæmdastjóra um rekstur /kosning um endurskoðanda
09:15 Stjórnmálaályktun kynnt
09:30 Umræða og afgreiðsla á breytingum á samþykktum Viðreisnar
10:30 Ræða formanns
11:00 Afgreiðsla ályktana
11:00- 11:30 Kosning formanns hefst
11:30 Hádegisverður
11:30 Hliðarviðburður í sal 1: Hvað segir kjósandinn? Bjarni Halldór Janusson
12:30 Hringborð: Sjóveik af krónusveiflum. Hringborð: Sjóveik af krónusveiflum. Gestir: Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum. Bergsteinn Einarsson, forstjóri Set ehf. Friðrik Jónsson, formaður BHM. Umræðum stýrir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar.
13:35 Afgreiðsla ályktana frh.
13:30 - 14:00 Kosning Varaformanns og málefnaráðs
15:00 Hringborð: Ísland 2040 - hvert stefnum við? Gestir: Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar. Sigmar Guðmundsson alþingismaður, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar.
15:40 Afgreiðsla ályktana frh
14:30 - 15:00 Kosning ritara (ef landsþing samþykkir), meðstjórnenda og varamanna
16:00 Hliðarviðburður í sal 1: Tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins. Daði Már Kristófersson
17:00 Afgreiðsla stjórnmálaályktunar
17:30 Ræða varaformanns
18:00 Þingslit

20.00 Þinglokshóf á Natura

Ef þú átt eftir að skrá þig á landsþing (og á þinglokshófið), þá getur þú gert það hér.

 

Ef þú ert í Uppreisn og átt eftir að skrá þig á landsþing, þá getur þú gert það hér.

 

Miðaverð er 8.000 kr. eða 6.000 ef þú ert í Uppreisn. Fram til 6. febrúar getur þú líka skráð þig í hádegisverð á brönsinn á Satt á afsláttarverði. Þú borgar hádegisverðinn þó ekki núna, heldur þegar þú borðar. Þinggestir fá líka sent í tölvupósti sérstök tilboð í hádegisverð í Bragganum og á Nauthól Bistro.

 

Og ef þú vilt kaupa miða fyrir þig, eða gesti á þinglokshófið, þá getur þú gert það hér.

Miðaverð er 7.000 kr. ef þú skráir þig fyrir 8. febrúar. Ef þú skráir þig síðar eða kaupir miða við innganginn, þá kostar hann 10.000 kr.