Viðreisn

Landsþing Viðreisnar

08.02.18

Landsþing Viðreisnar verður haldið í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ helgina 9.-11. mars næstkomandi. Landsþing hefur æðsta vald í öllum málum Viðreisnar.

Undirbúningur:
Undirbúningur ályktana fyrir landsþingið stendur nú sem hæst í málefnanefndum flokksins auk þess sem unnið er að ályktunum um byggðamál og málefni eldri borgara. Þau sem vilja taka þátt geta sent póst á [email protected] og fengið aðstoð við að tengjast inn í réttan hóp.

Ályktunum skal skila eigi síðar en 23. febrúar á netfangið [email protected]. Ályktunum öðrum en þeim sem koma frá málefnanefndum verður vísað til umræðu í viðeigandi málefnahópum á þinginu.

Það er í mörg horn að líta á svo stórum viðburði og tökum við sjálfboðaliðum fagnandi . Áhugasömum er bent á að senda póst á [email protected].

Dagskrá:
Föstudagur 9. mars
16:00     Skráning og vinna hefst
19:30    Hlé

Laugardagur 10. mars
9:30    Vinna hefst
19:30    Kvöldverður og skemmtun

Sunnudagur 11. mars
9:30    Vinna hefst

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Kostnaður:
Þátttökugjald á landsþingi er 7.500 krónur. Þátttökugjald með hádegisverði laugardag og sunnudag er 10.000 krónur. Námsmannagjald (án hádegisverðar) er 6.000 krónur. Hátíðarkvöldverður er ekki innifalinn í verðinu en hann verður auglýstur nánar síðar.

Landsþingsgestum býðst hótelgisting á tilboðsverði. Tilboðin gilda til 19. febrúar og þarf að bóka fyrir þann tíma. Vinsamlega tilgreinið landsþing Viðreisnar sem ástæðu bókunar.

  • Hótel Park Inn (s. 421 5222) býður landsþingsgestum eins manns herbergi á 14.900 kr. nóttina og tveggja manna herbergi á 16.900 kr. nóttina. Morgunverður er innifalin.
  • Hótel Keflavík (s. 420 7000) býður landsþingsgestum eins manns herbergi á 12.800 kr. nóttina og tveggja manna herbergi á 14.800 kr. nóttina. Morgunverður og aðgangur að líkamsrækt eru innifalin.  

Rútuferðir úr Reykjavík verða í boði fyrir upphaf og lok dagskrár þings alla dagana og kostar hver ferð 1.000 krónur. Hægt er að skrá sig í rútuferðir hér með því að senda tölvupóst á [email protected] og er síðasti dagur skráningar miðvikudagurinn 7. mars.

Kjörgengi og framboðsfrestur:
Kjörgengir á landsþingi eru fullgildir félagar. Þeir hafa þar tillögu- og atkvæðisrétt hafi þeir verið skráðir í flokkinn minnst viku fyrir landsþing og skráð sig til setu á landsþingi með fullnægjandi hætti​. Á landsþingi er kosið í eftirfarandi embætti: formaður, varaformaður, meðstjórnendur í stjórn flokksins, varamenn í stjórn, formenn málefnanefnda og skoðunarmenn.

Framboðsfrestur í öll embætti nema varaformann og varamenn stjórnar er til hádegis, kl. 12:00, miðvikudaginn 7. mars. Framboðsfrestur í embætti varaformanns og varamenn stjórnar rennur út klukkustund eftir að tilkynnt er um úrslit formanns- og stjórnarkjörs. Framboðum skal skila með tölvupósti á netfangið [email protected].

Skráning:

Hægt er að skrá sig til þátttöku á landsþingi hér fyrir neðan. Skráningu lýkur miðvikudaginn 7. mars kl. 16:00.

Ekki missa af þínu tækifæri til hafa áhrif á stefnu Viðreisnar. Við hlökkum til að sjá sem flesta!