Uppbygging ferðaþjónustunnar að nýju verður að byggja á faglegum grunni og skýrri framtíðarsýn til að tryggja sjálfbærni greinarinnar til lengri tíma. Fjárfesta þarf í innviðum á ferðamannastöðum um allt land til verndar umhverfi og náttúru og tryggja jafnari dreifingu ferðamanna um landið. Á svæðum sem heyra undir hið opinbera verði innheimta gjalda samræmd. Ríkisstjórnin skal setja heildstæða ferðaþjónustustefnu til 5 ára í senn.

 

Öflugri og sjálfbærari landbúnaður

Viðreisn leggur áherslu á að endurskoða styrkjakerfi landbúnaðarins til að efla greinina og gera hana sjálfbærari. Mikilvægt er að ýta undir aukna fjölbreytni og nýsköpun með stuðningi við verkefni á borð við skógrækt, lífrænan landbúnað, landgræðslu, vöruþróun, endurheimt votlendis, smávirkjanir og ferðaþjónustu.

Lestu atvinnustefnu Viðreisnar hér