Mikilvægasti liðurinn í því að tryggja húsnæðisöryggi ungs er að byggja nóg. Þegar skortur er á fasteignum þá hækkar fasteignaverð sem gerir fólki, og sérstaklega ungu fólki, erfiðara að komast inn á markaðinn. Til að vinna gegn þessu þarf að tryggja að byggingarmagn anni eftirspurn og jafnvægi sé á markaðnum.
Styðja þarf sérstaklega fyrstu kaupendur í formi heimildar til að ráðstafa séreignarsparnaði við útborgun og inn á íbúðalán. Viðreisn styður að það verði gert áfram.
Til að húsnæðislán séu ekki of dýr þurfa vextirnir að vera lágir. Vextir á Íslandi eru mun hærri en í nágrannalöndum okkar, sem þýðir að við borgum meira fyrir lánin yfir líftíma þeirra. Með því að binda gengi krónunnar við evru getum við lækkað vexti til muna og gert lánakjörin betri.
Lestu efnahagsstefnu Viðreisnar hér
Fólk á að hafa raunhæft val um hvar það býr sér heimili án þess að vera mismunað eftir búsetu.
Lestu innanríkisstefnu Viðreisnar hér
Öll sveitarfélög taki þátt í lausn húsnæðisvanda þeirra sem aðstoð þurfa.
Einfalda þarf ferla í skipulagsmálum til að flýta uppbyggingu íbúða og atvinnuhúsnæðis. Við hönnun og skipulag skal unnið eftir hugmyndafræði algildrar hönnunar og tryggja að ný hverfi og mannvirki séu aðgengileg öllum.