Tryggjum eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum

Viðreisn styður  að gerðar verði verulegar endurbætur á stjórnarskránni  í sátt þings og þjóðar.  Litið verði til tillagna stjórnlagaráðs og annarra hugmynda sem komið hafa fram síðan.  Lögð verði áhersla á að ná fram raunhæfum breytingum sem tryggja eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindunum til framtíðar, með markaðsverði fyrir tímabundin afnot.

 

Með breytingu á stjórnarskrá skal tryggja jöfnun atkvæðavægis og jafnræði meðal trúfélaga með fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Ríkið leggi af úthlutun sóknargjalda og hætti skráningu trúar- og lífsskoðana. Skerpa þarf á þrískiptingu ríkisvaldsins með aukinni aðgreiningu valdþátta og þannig auka tiltrú fólks á dómstólum og löggjafanum.

Lestu innanríkisstefnu Viðreisnar hér