Með breytingu á stjórnarskrá skal tryggja jöfnun atkvæðavægis og jafnræði meðal trúfélaga með fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Ríkið leggi af úthlutun sóknargjalda og hætti skráningu trúar- og lífsskoðana. Skerpa þarf á þrískiptingu ríkisvaldsins með aukinni aðgreiningu valdþátta og þannig auka tiltrú fólks á dómstólum og löggjafanum.

Lestu innanríkisstefnu Viðreisnar hér