Ingvar Þóroddsson

Ingvar er menntaður verkfræðingur og kennir stærðfræði og eðlisfræði við Menntaskólann á Akureyri. Til áhugamála má telja ýmislegt milli himins og jarðar, meðal annars gönguskíði, þá helst í Hlíðarfjalli eða Kjarnaskóg, stjórnmál, bæði á Íslandi og um allan heim, tækni, vísindi og almennur nördaskapur. Foreldrar Ingvars eru Þóroddur Ingvarsson og Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir, læknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ingvar brennur fyrir því að Ísland verði staður þar sem ungu fólk finnst eftirsóknarvert að mennta sig, stofna fjölskyldu og fyrirtæki, hvort sem það er í höfuðborg eða úti á landi.

Viðreisn er frjálslyndur og alþjóðlega sinnaður flokkur. Hann byggir stefnu sína og störf á jafnrétti og hugmyndafræði frjálslyndis. Grunnstefna Viðreisnar byggist á fjórum hornsteinum: Frjálslyndi og jafnrétti, réttlátu samfélagi, efnahagslegu jafnvægi og alþjóðlegri samvinnu....

Samþykkt á sveitarstjórnarþingi Viðreisnar þann 30. janúar 2020   Öflug sveitarfélög Styrkja þarf sveitarstjórnarstigið með sameiningu og samvinnu sveitarfélaga. Öflug sveitarfélög eru betur í stakk búin til að takast á við lögbundin verkefni og færa þannig þjónustu og ákvarðanatöku nær íbúum. Auka þarf aðkomu sveitarfélaga að lykilákvörðunum um...