Viðreisn í Garðabæ

Öflugt skóla­starf

Við í Viðreisn viljum skólastarf í fremstu röð og viljum skapa umhverfi fyrir farsæla uppbyggingu með alvöru valfrelsi fyrir nemendur. Viðreisn vill stuðla að og styrkja frelsi skóla til að skapa faglegt og uppbyggilegt skólasamfélag sem byggir á menntastefnu sveitarfélagsins og tekur mið af því besta sem gerist í skólamálum. Við viljum sterka skóla sem mæta öllum börnum óháð námslegri eða félagslegri stöðu. Við viljum fjölbreytt rekstrarform skóla á öllum skólastigum, leik- og grunnskólum sem og tónlistarskólum. Við viljum standa með verðmætu starfsfólki okkar og gera starfsumhverfi skólanna eftirsóknarvert. Tryggja þarf að skólar geta tekið á móti og þjónustað alla nemendur. Leggja þarf upp markvissa áætlun um viðhald á skólabyggingum.

Skipulags- og samgöngu­mál

Við í Viðreisn viljum þéttingu byggðar, blandaða byggð með leik- og grunnskóla innan hverfa og blómlega atvinnustarfsemi með fjölbreyttri verslun og þjónustu í göngufæri. Við viljum ábyrga og sjálfbæra uppbyggingu í þágu umhverfissjónarmiða. Við viljum samfélag með öflugum almenningssamgöngum sem og öruggum hjóla- og göngustígum þannig að íbúar, börn jafnt sem fullorðnir, komist leiða sinna og hafi alvöru valkost um vistvænar samgöngur. Við viljum bregðast við skorti á lóðum sem hefur leitt af sér hátt íbúðaverð og torveldað ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð.

Loftslags­mál og hringrásar­hagkerfið

Við í Viðreisn viljum að tekið verði mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og sjálfbærni á öllum sviðum reksturs bæjarins. Að aukinn kraftur verði settur í innviðauppbyggingu til að hraða orkuskiptum og stuðlað að sjálfbærum samgöngum. Aukna áherslu á græn og vistvæn innkaup á öllum vörum og þjónustu til að draga úr kolefnisspori bæjarins. Að stuðst verði við fjárfestingar sem teljast grænar og með grænni fjármögnun. Farið verði í sjálfbærniátak með íbúum, fyrirtækjum og stofnunum í anda Grænna skrefa í ríkisrekstri og stuðlað að umbreytingu yfir í hringrásarhagkerfið.

Nútímaleg og skilvirk stjórn­sýsla

Við í Viðreisn viljum taka stærri skref í stafrænum umbreytingum til að tryggja góða þjónustu við íbúa og atvinnulífið. Með því er hægt að hraða afgreiðslu mála og fyrirspurna, einfalda aðgengi að þjónustu í gegnum vefinn, auka sjálfsafgreiðslu og upplýsingagjöf til íbúa. Við viljum einnig auka gagnsæi við ákvarðanatöku og að helstu tölur og gögn séu sýnileg og aðgengileg íbúum á vefgátt bæjarins. Við viljum að íbúum verði gefin aðkoma að ákvarðanatökum í gegnum hverfaráð og að hægt verði að kjósa um veigameiri málefni bæjarins. Í samstarfi sveitarfélagsins og hverfaráða verður hægt að taka til umræðu fagleg mál sem varða sveitarfélagið.

Viðreisn í Garðabæ var stofnuð 23. janúar 2018. Félagar eru þeir félagsmenn Viðreisnar sem hafa lögheimili í Garðabæ. Hægt er að skrá sig í Viðreisn hér.

 

Félagsgjöld eru valkæð og greiðast inn á reikning félagsins. Þeir sem styrkja félagið um 200.000 krónur eða meira fá þakkir félagsins með nafnbirtingu í ársreikningum þess.

 

Í sveitarstjórnarkosningum 2022 varð oddviti Viðreisnar í Garðabæ, Sara Dögg Svanhildardóttir kjörinn bæjarfulltrúi með 13,3% atkvæða.

Reikningur: 0537-26-530218
Kennitala: 530218-1980

Stjórn Viðreisnar í Garðabæ:

  • Tinna Borg Arnfinnsdóttir formaður
  • Benedikt D Valdez Stefánsson
  • Heiðrún Sigurðardóttir
  • Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir
  • Guðlaugur Kristmundsson varamaður
  • Sara Dögg Svanhildardóttir varamaður