19 maí Afmælishátíð Viðreisnar sunnudaginn 24. maí
Á sunnudag komandi rennur upp fjórði afmælisdagur flokksins okkar. Við ætlum að fagna afmælinu saman í Heiðmörk og hittast í Þjóðhátíðarlundi kl. 11.00. Dagskrá verður til 13.30 með gróðursetningu, grilli og leikjum.
Hér er hægt að skrá sig á viðburðinn
Eins og í fyrra fögnum við tilvist flokksins okkar með því að láta gott af okkur leiða. Viðreisn hefur tekið landspildu undir Hulduklettum í fóstur til framtíðar og þennan dag hefst uppbygging lundarins okkar með fyrstu gróðursetningunni.
Þetta verður afmælisfögnuður fyrir alla fjölskylduna, svo klæðum okkur eftir veðri, komið með börnin og barnabörnin og skemmtum okkur saman. Það verður grillað og farið í leiki á grillsvæðinu við Þjóðhátíðarlund, sem er í um 15 mín. göngufjarlægð frá lundinum okkar.
Þar sem þetta er síðasti dagur fyrir útvíkkun samkomutakmarkana, er horft til leiðbeininga Almannavarna en þannig tryggjum við öryggi okkar allra um leið og við gerum okkur glaðan dag.
Svo hægt verði að skipuleggja daginn sem best, með leiðbeiningar Almannavarna í huga, eruð þið beðin um að skráið ykkur á viðburðinn hér, í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 22. maí, þar sem þið takið fram fjölda fullorðinna og barna sem munu mæta.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og fagna með ykkur fjórum frábærum árum. Á þessum stutta tíma höfum við sannarlega sýnt erindi Viðreisnar og hversu brýnt það er að hafa sterka rödd sem heldur uppi mikilvægi frjálslyndis og réttlætis og ekki síst, stendur vörð um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni.
Hér er hægt að skrá sig á viðburðinn
Hvar? Þjóðhátíðarlundur (sjá kort)
Hvenær: Sunnudagur 24. maí kl. 11.00-13.30