Að gera grein

When

21/09    
10:30 - 12:00

Where

Húsnæði Viðreisnar
Ármúli 42, Reykjavík

Event Type

Benedikt Jóhannesson, fyrrv. ráðherra og formaður Viðreisnar, býður áhugasömu Viðreisnarfólki upp á kennslu í greinaskrifum.

Námskeiðið verður kennt í húsnæði Viðreisnar laugardagana 21. september og 5. október kl. 10:30-12:00.

Efni vinnustofunnar verður:
• Undirbúningur
• Fyrirsögn, upphaf, inngangur
• Meginmál
• Niðurstaða, endir
• Yfirferð
• Hvað næst?

Á fyrra degi verður farið yfir helstu atriði við skrif á (pólitískum) greinum og fá þátttakendur það verkefni að skrifa grein. Farið verður yfir greinarnar á seinni degi með jákvæðum hætti; hvað tókst vel til og hvað mætti betur fara.

Námskeiðið er öllum opið. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig með því að senda póst á vidreisn@vidreisn.is fyrir lok dags fimmtudaginn 19. september.