10 nóv Aðalfundur Suðvesturráðs Viðreisnar
Boðað er til aðalfundar Suðvesturráðs Viðreisnar þriðjudaginn 10. nóvember n.k. kl. 17.30. Fundurinn verður haldinn í fjarfundi. Ef þú hefur ekki fengið hlekk sendan en telur að þú eigi rétt á að sitja fundinn, vinsamlegast sendið póst á vidreisn@vidreisn.is og látið vita.
Framboð til stjórnar skal sendast formanni stjórnar Suðvesturráðs, Ómari Ásbirni Óskarssyni á netfangið omar.asbjorn@gmail.com. Framboð skal berast a.m.k. 7 dögum fyrir fund eða þriðjudaginn 3. nóvember.
Dagskrá fundarins er:
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar lagðir fram, staðfestir af skoðunarmönnum
- Kosning formanns
- Kosning stjórnarmanna
- Kosning tveggja varamanna
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Önnur mál
Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í aðalfundi.
Í landshlutaráði sitja formenn flokksfélaga, sveitarstjórnarmenn, Alþingismenn og varaþingmenn. Einnig þau sem áður hafa verið kjörin á Alþingi, í sveitarstjórnir eða kjörnir í trúnaðarstörf á landsþingi Viðreisnar og eru enn þá fullgildir félagar í Viðreisn. Flokksfélög Viðreisnar kjósa fulltrúa í landshlutaráð og á hvert félag einn fulltrúa fyrir hverja 20 fullgilda félagsmenn, þó aldrei færri en einn auk sjálfkjörinna ráðsmanna.
Skipulags- og starfsreglur landshlutaráða Viðreisnar má finna á vef Viðreisnar: https://vidreisn.is/starfsreglur-landshlutarada/