Árangur í samgöngum

Hvenær

19/10    
11:00 - 12:00

Hvar

Húsnæði Viðreisnar
Ármúli 42, Reykjavík

Borgarstjórnarflokkur Viðreisnar stígur á stokk á opnum fundi í Ármúlanum laugardaginn 19. október kl. 11:00. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, og Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, ætla að ræða árangur í samgöngumálum borgarinnar, aðgerðir fyrir atvinnulífið og fleiri spennandi borgarmál á opnum fundi í Ármúlanum.

Viðreisn skipar burðarhlutverk í meirihlutasamstarfinu og um margt við þau að ræða varðandi pólitíkina í höfuðborginni.

Það verður heitt á könnunni í Ármúla og að sjálfsögðu þráðbeint streymi á Facebook.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á laugardaginn!