15 des Heilbrigðis- og velferðarnefnd: Dánaraðstoð
Guðlaug Einarsdóttir klínískur sérfræðingur í krabbameinshjúkrun mun fjalla um Dánaraðstoð. Guðlaug er einn þeirra heilbrigðisstarfsmanna í Kanada sem starfar við og hefur mikla þekkingu á dánaraðstoð þar í landi. Hún þekkir vel til upphafsins, löggjöfina, innleiðinguna, helstu hindranir og framkvæmd dánaraðstoðar.
Fyrst verður um 30 mínútna erindi frá Guðlaugu og svo umræður.
Fundurinn verður í fjarfundi á zoom. Hægt er að nálgast hlekkinn á viðburðinn á umræðusvæði Viðreisnarfélaga á Facebook eða óska eftir honum með því að senda póst á vidreisn@vidreisn.is