Landsþing Viðreisnar föstudaginn 25. september – fyrri hluti

Landsþing Viðreisnar föstudaginn 25. september – fyrri hluti

Hvenær

25/09    
16:00 - 18:30

Event Type

Stjórn Viðreisnar boðar þriðja landsþing flokksins sem fram fer föstudaginn 25. september frá kl. 16.00 til 18.30.

 

Vegna þess ástands sem nú ríkir hefur stjórn ákveðið að einungis skuli kosið í helstu embætti sem samþykktir kveða á um og stjórnmálaályktun afgreidd. Landsþinginu verður svo frestað og þar með öðrum dagskrárliðum landsþings, svo sem breytingum á lögum flokksins og öðrum málefnaályktunum.

 

Boðið verður upp á að sækja þingið á hefðbundinn hátt (ef aðstæður í samfélaginu á þeim tíma leyfa) og sem vefþing. Kosningar verða rafrænar og hægt að kjósa í gegnum síma eða tölvu. Til að tryggja öryggi kosninganna verða þinggestir að skrá sig á þar til gerðan kosningavef með rafrænum skilríkjum en tryggt verður að kosningar verði leynilegar og órekjanlegar.

 

Kosið verður til eftirfarandi embætta:

 

  1. Formanns Viðreisnar.
  2. Varaformanns Viðreisnar.
  3. Fimm meðstjórnenda og tveggja varamanna stjórnar Viðreisnar.
  4. Formenn málefnanefnda Viðreisnar.

 

Kjörgengir á landsþingi eru fullgildir félagar. Þeir hafa þar tillögu- og atkvæðisrétt hafi þeir verið skráðir í flokkinn minnst viku fyrir landsþing og skráð sig til setu á landsþingi með fullnægjandi hætti.

 

Framboðsfrestur til formanns Viðreisnar, stjórnar og formanna málefnanefnda er til kl. 12.00, tveimur dögum fyrir upphaf landsþings. Framboðsfrestur í embætti varaformanns rennur út klukkustund eftir að tilkynnt er um úrslit í formannskjöri.