18 nóv Mennta- og menningarmálanefnd: Stytting vinnuvikunnar
Gestur fundarins verður Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastýra Hjallastefnunnar. Þórdís mun vera með erindi um reynslu Hjallastefnunnar á styttingu vinnuvikunnar og svo ætlum við að eiga samtal að því loknu.
Fundur mennta- og menningarmálanefndar er opinn öllum félagsmönnum og verður fjarfundur á zoom. Hlekkinn má nálgast á spjallsvæði Viðreisnar á Facebook eða með því að senda póst á vidreisn@vidreisn.is.