Forystumaður gegn frjálsri för – í boði sósíalista

 

Ég hef nú setið á nokkrum borg­ar­stjórn­ar­fundum og hlustað á mál­flutn­ing sós­í­alista um hvernig flest sem slæmt er í mál­efnum inn­flytj­enda sé kap­ít­al­isma og vondum kap­ít­alistum að kenna.

Það er auð­vitað nokkuð auð­velt að sjá að þetta er rangt. Þau ríki sem eru vin­gjarn­leg­ust inn­flytj­endum eru að jafn­aði líka þau ríki þar sem við­skipta­frelsi, sterkur eign­ar­réttur og aðrar kap­ít­al­ískar mön­trur eru ráð­andi. Fólk flyst stríðum straumum í kap­ít­al­ísk ríki, af ástæðu.En óháð því öllu saman þá verður fólk að gera sér grein fyrir einu. Ástæða þess að íslensku útlend­inga­lögin eru eins og þau eru, ástæða þess að rétt­indi útlend­inga á vinnu­mark­aði eru svona lítil er ekki and­staða íslenskra kap­ít­alista. Ástæðan er verka­lýðs­hreyf­ing­in.

Fyrstu árin sem útlend­ingur (utan EES) er á land­inu er atvinnu­leyfi hans tengt vinnu­veit­anda. Það er ekki draumur dæmi­gerðs vinnu­veit­anda að vera með eitt­hvað fólk í vist­ar­bandi, þurfa sjá um trygg­ing­ar, sækja um kenni­töl­ur, redda hús­næði, kaupa flug­miða. Atvinnu­rek­and­inn vill helst bara aug­lýsa starf, fá fullt af umsókn­um, ráða fólk, borga því pen­ing og þurfa ekki að spá í hvað það gerir utan vinnu­tíma.

Ástæða þess að vinnu­veit­and­inn þarf að spá í öllu þessu eru lög­in, og lögin hafa verið sett til að láta það vera vesen að ráða útlend­inga til að fólk ráði frekar Íslend­inga, ef það er hægt. Þá afstöðu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, alla vega hluta henn­ar, má alveg skýra með öðru en hreinu útlend­inga­hatri. Fólk er ein­fald­lega hrætt við að illa muni ganga að hækka laun ef það verður auð­velt að flytja inn fullt af fólki sem sættir sig við lægri laun.

En engu að síður er þessi afstaða van­þroskuð. Með henni er verka­lýðs­hreyf­ingin að hunsa hags­muni fram­tíð­ar­um­bjóð­enda sinna. Sem er álíka gáfu­legt og að berj­ast gegn því að ungt fólk komi inn á vinnu­mark­að­inn, af því að það getur lækkað laun þeirra sem fyrir eru.

Það er ekki þannig að öll verka­lýðs­hreyf­ingin sé á þess­ari skoð­un. Þegar ákveðið var að fella niður hömlur á flutn­inga fólks frá nýjum ríkjum ESB árið 2006 var ASÍ í heild sinni fremur jákvætt umsögnum sínum en mörg félög voru hörð í and­stöðu sinni. Ætli harð­asta and­staðan hafi ekki komið frá Verka­lýðs­fé­lagi Akra­ness.

Í umsögnum um frum­varpið fann VLFA því flest til for­áttu. Þegar frjáls för launa­fólks frá löndum Mið- og Aust­ur-­Evr­ópu var sam­þykkt á Alþingi birt­ist frétt á vef Verka­lýðs­fé­lags Akra­nes:  „Svartur dagur íslenskra laun­þega stað­festur með lögum frá Alþingi í dag“. Hvorki meira né minna.

Sá sem leitt hefur þetta félag heitir Vil­hjálmur Birg­is­son. Hann var nú kos­inn 1. vara­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands. Hann naut í þeirri bar­áttu sér­staks stuðn­ings Gunn­ars Smára Egils­sonar og ann­arra Sós­í­alista. Helsti and­stæð­ingur frjálsar farar verka­fólks er þar með kom­inn í for­ystu­sveit verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hvort þetta sé „svartur dag­ur“ fyrir útlend­inga sem hyggj­ast flytja til Íslands á eftir að koma í ljós. En líkur eru á því að þeir sem vilji breyta útlend­inga­lögum í frjáls­ræð­isátt megi eiga von á meiri and­stöðu af hálfu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar en áður. Þökk sé sós­í­alist­um.

 

Höf­undur er borg­ar­stjórn­ar­full­trúi Við­reisnar. Greinin birtist í Kjarnanum 28. október 2018.