„Snýst um að konur ráði sér sjálfar“

Jón Stein­dór Valdimars­son, þing­maður Við­reisnar, hvetur þing­menn til að gæta hófs þegar kemur að orða­vali í um­ræðunni um svo­kallað þungunar­rofs­frum­varp. Frum­varpið var tekið til um­ræðu í gær og er ó­hætt að segja að hart hafi verið tekist á um það.

„Málið verð­skuldar vandaða um­fjöllun og hóf­stillta um­ræðu og ég hvet hátt­virta þing­menn sem taka þátt í um­ræðunni til að gæta hófs í orða­vali sínu um þau mál,“ sagði Jón Stein­dór í um­ræðum um störf þingsins í morgun.

Fyrir honum snýst málið um yfir­ráða- og sjálfs­á­kvörðunar­rétt kvenna yfir eigin líkama. „Það er grund­vallar­at­riði í málinu og sá sjónar­hóll sem við eigum að horfa á málið út frá,“ segir hann.