Huliðshjálmur

Aðgengi að upp­lýs­ingum er for­senda góðra ákvarð­ana, trausts og aðhalds. Aðgengi að upp­lýs­ingum er for­senda réttar með­ferð opin­bers fjár og tryggir jafn­rétti við úthlutun tak­mark­aðra gæða, hverjir njóta þeirra og á hvaða for­send­um. Hags­munir eru þannig í leiddir í dags­ljós­ið.

Margt hefur áunn­ist á þessu sviði en margt er enn óunnið og margt hulið þoku tregð­unnar til að hafa upp­lýs­ingar aðgengi­leg­ar.

Ríkið veitir stuðn­ing af ýmsu tagi til marg­vís­legrar starf­semi, til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Þar á meðal eru beinir styrkir í ýmsu formi. Má nefna lista­manna­laun, styrki til nýsköp­un­ar, vís­inda og þró­un­ar­starfs, og styrki til bóka­út­gáfu svo eitt­hvað sé nefnt. Allir þessir styrkir eru opin­berir og birtar um þá upp­lýs­ing­ar, hver fær hvað og til hvers.

Þá má nefna að ríkið hefur gengið á undan með góðu for­dæmi og birtir opin­ber­lega á vefnum Opnir reikn­ingar rík­is­ins upp­lýs­ingar um greidda reikn­inga ráðu­neyta og stofn­ana úr bók­haldi rík­is­ins.

Gegn­sæi og aðgengi að upp­lýs­ingum um hver nýtur styrks til atvinnu­starf­semi er sjálf­sögð og eðli­leg krafa þegar ráð­stöfun almanna­fjár er ann­ars veg­ar.

Fjár­bændur

Styrkir til land­bún­aðar er lang viða­mesti styrkja­flokk­ur­inn á vegum rík­is­ins. Beinir styrkir greiddir úr rík­is­sjóði til land­bún­að­ar­kerf­is­ins nema mörgum millj­örðum á hverju ein­asta ári. Sem dæmi má taka að sauð­fjárbú fengu rúma 5 millj­arða í styrki árið 2018 og naut­gripa­rækt­endur um 6,4 millj­arða eða sam­tals um 11,4 millj­arða. Það er gríð­ar­lega há upp­hæð. Ef gert er ráð fyrir að lands­menn séu um 355 þús­und jafn­gildir það að hver og einn lands­maður greiði um 32.700 krónur til þess­ara tveggja höf­uð­greina land­bún­að­ar­ins á ári hverju í beina styrki.

Styrkirnir eru sam­kvæmt sér­stökum samn­ingum við bænd­ur. Um 2.300 sauð­fjár­bændur höfðu rétt til að greiða atkvæði um sinn samn­ing en 1.332 kúa­bændur um sinn. Þá liggur fyrir að blönduð bú eru all­nokkur og því um getur sami bóndi (bú) verið hvort tveggja í senn sauð­fjár- og kúa­bóndi. Ein­falt með­al­tal sýnir að hvert sauð­fjárbú fær um 2,2 millj­ónir í sinn hlut á ári og með sama hætti hvert kúabú um 4,8 millj­ón­ir. Slík með­al­töl segja þó litla sem enga sögu um hver fær hvað og til hvers.

Styrk­flokkar til sauð­fjár­bænda eru t.d. sjö tals­ins: bein­greiðsl­ur, gæða­stýr­ing, býl­is­stuðn­ing­ur, ull­ar­nýt­ing, fjár­fest­ing­ar­stuðn­ing­ur, svæð­is­bund­inn stuðn­ingur og aukið virði afurða.

Með sama hætti eru styrk­flokkar til kúa­bænda átta tals­ins: greiðslu­mark, inn­vegin mjólk, mjólk­ur­kýr, holda­kýr, fram­leiðslu­jafn­vægi, kyn­bóta­starf, fjár­fest­inga­stuðn­ingur og nauta­kjöts­fram­leiðsla.

Holta­þoka

Fyrir skömmu lagði ég fram fyr­ir­spurn á Alþingi um stuðn­ing við sauð­fjárbú í land­inu og óskaði eftir sund­ur­liðun á hvert bú þar sem fram kæmi upp­hæð og teg­und styrkja. Svar land­bún­að­ar­ráð­herra kom mér í opna skjöldu. Hann taldi ekki hægt að upp­lýsa um greiðslur til ein­stakra búa þar sem slíkar upp­lýs­ingar varði fjár­hags­mál­efni við­kom­andi ein­stak­linga og að upp­lýs­ing­arnar myndu birt­ast á opin­berum vett­vangi. Hins vegar væri hægt að afhenda upp­lýs­ing­arnar á öðrum vett­vangi, svo sem á lok­uðum nefnd­ar­fundi Alþing­is.

Ekki er unnt að fall­ast á þessi rök. Hér er um opin­bera styrki að ræða en ekki einka­mál­efni. Hér verður að gera brag­ar­bót og gera gang­skör að því að gera styrki til ein­stakra bænda aðgengi­lega. Reyndar á slíkt að gilda um alla sem hljóta styrki úr opin­berum sjóð­um.

Neyt­end­ur, skatt­greið­endur og ekki síst bændur sjálfir eiga heimt­ingu á því að þessar upp­lýs­ingar séu aðgengi­legar og gegn­sæj­ar. Með því móti skap­ast nauð­syn­legt traust og for­sendur til þess að sjá svart á hvítu hvernig styrkjum er var­ið. Hér er ekki ein­göngu um almanna­hag að ræða, því bændur hafa einnig við­skipta­lega hags­muni af því að geta sýnt fram á að þeir fari vel með jafn mikla fjár­muni. Þú veist hvaðan það kemur aug­lýsa íslenskir garð­yrkju­bændur með stolti. Með sama hætti þurfa bændur að geta sagt með stolti þú veist hvert féð renn­ur.

Þannig er að minnsta kosti litið á málin innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar eru upp­lýs­ingar um greiðslur til ein­stakra búa aðgengi­legar öllum í opin­berum gagna­grunn­um. Sama gildir í Nor­egi. Vand­séð er hvers vegna upp­lýs­ingar af þessum toga eigi að fara leynt á Íslandi en ekki í amk. 29 öðrum Evr­ópu­ríkj­um. Okkur er ekk­ert að van­bún­aði að gera slíkt hið sama.

Hul­iðs­hjálmur fer íslenskum bændum ekki vel og mér er til efs að þeir vilji bera hann.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 17. febrúar 2020