29 ágú Samþykktir með breytingum landsþings
Samþykktir Viðreisnar, með þeim breytingum sem samþykktar voru á landsþingi þann 28. ágúst, hafa nú verið birtar hér á vef flokksins.
Meðal breytinga er kafli sem snýr að því að styrkja innra starf Viðreisnar og efla starf og samstarf málefnanefnda. Tilgreint er nú sérstaklega að það sé starf varaformanns Viðreisnar að sinna uppbyggingu flokks- og málefnastarfs.
Breyting er orðin á hverjir sitja í sveitarstjórnarráði. Auk kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa eiga nú sæti allir fulltrúar Viðreisnar í sveitarstjórnum. Sveitarstjórnarráð mun nú kjósa sér stjórn á 2ja ára fresti.
Þá varð breyting á hverjir sitja í ráðgjafaráði, ákvæðið hljóðar nú svo:
Í ráðgjafaráði eiga sæti stjórn Viðreisnar, varamenn stjórnar, þingflokkur, varaþingmenn, sveitastjórnarmenn og varamenn þeirra í sveitastjórnum, stjórnir málefnanefnda, málefnaráð, stjórn Uppreisnar, stjórn öldungaráðs, stjórnir landshlutaráða, formenn félaga, laganefnd, framkvæmdastjóri flokksins og framkvæmdastjóri þingsflokks. Aðrir starfsmenn flokksins hafa seturétt á ráðgjafaráðsfundum. Allir flokksfélagar sem gegnt hafa embætti formanns og varaformanns flokksins halda sæti sínu í ráðgjafaráði.
Í landshlutaráði eru nú allir félagar Viðreisnar sem búa í viðkomandi landshluta, í stað þess svæðisfélög þurfi að kjósa fulltrúa í landshlutaráð á hverjum aðalfundi, í samræmi við félagafjölda hvers félags.
Þá var tímafresti fyrir boðun landsþings breytt úr mánuði í þrjár vikur.