Eru í­þróttir besta for­vörnin?

Við fáum oft að heyra að í­þróttir séu besta for­vörnin, en er það svo? Við getum að­eins treyst á for­varnar­gildi í­þrótta­á­stundunar þegar jafn­rétti ríkir í allri sinni dýrð. Að­eins þá.

Eðli for­varna er að sporna við hvers konar á­hættu­hegðun, eða hegðun sem gæti dregið úr lífs­gæðum og hamingju. Á­föll og and­legt álag á borð við við­varandi mis­rétti og of­beldi geta stuðlað að á­hættu­hegðun og ýtt undir aðra kvilla á borð við kvíða, brotna sjálfs­mynd og þung­lyndi.

Á meðan #MeT­oo-bylgjan stóð sem hæst var það álit fólks að frá­sagnir af upp­lifun stúlkna og kvenna í í­þróttum væru hvað mest sláandi. Þar af­hjúpaðist hversu mikið kynja­mis­réttið hefur verið í gegnum tíðina.

En á­takan­legast fannst mér að lesa um það kyn­ferðis­of­beldi sem hefur verið beitt og svo þaggað niður. Líkt og fram kemur hér að ofan geta slík á­föll orðið al­gjör and­hverfa þess sem for­varnir standa fyrir.

Í vikunni kom út skýrsla um kyn­ferðis­lega á­reitni og of­beldi innan KSÍ og til­lögur starfs­hóps til úr­bóta innan hreyfingarinnar. Í skýrslunni blasir vandinn skýrt við og það er ósk mín að þessar til­lögur marki tíma­bær tíma­mót í sögu í­þrótta á Ís­landi.

Í dag, 10.desember, er al­þjóð­legur dagur mann­réttinda og af því til­efni stendur Mann­réttinda­ráð Reykja­víkur­borgar fyrir opinni mál­stofu um jafn­rétti í í­þróttum í Ráð­húsinu kl.9 – 10.30. Þar verða kynntar niður­stöður jafn­réttis­út­tektar hverfis­í­þrótta­fé­laga í Reykja­vík, rætt um hin­segin fólk og í­þróttir, að­gengi fólks af er­lendum upp­runa að í­þróttum og fyrr­nefnda skýrslu um KSÍ.

Við verðum að nýta þann mikla kraft sem um­ræða um kynja­mis­rétti í í­þróttum hefur gefið okkur til að efla enn frekar for­varna­gildi í­þrótta, til að við öll getum stundað þær með þeirri vissu að jafn­rétti ríki þar í öllum birtingar­myndum.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. desember 2021