Hvernig tryggjum við efnahagslegt öryggi Íslands?

Inn­rás rúss­neska hers­ins í Úkra­ínu er fólsku­verk. Ráð­ist er á frið­samt full­valda ríki með ómældum hörm­ungum fyrir íbúa þess. Hugur okkar er hjá úkra­ínsku þjóð­inni sem hefur sýnt fádæma hug­rekki og þrek í þessum ömur­legu aðstæð­um. Við Íslend­ingar stöndum sam­einuð í því að gera það sem í okkar valdi stendur til að draga úr þján­ingum sak­lausra borg­ara sem stríðið bitnar hart á. Landa­mæri Íslands hafa verið opnuð fyrir úkra­ínskum flótta­mönnum og fjöldi fólks hefur boðið fram aðstoð sína við mót­töku þeirra og aðhlynn­ingu. Ísland tekur óhikað þátt í efna­hags­þving­unum Vest­ur­landa gegn rúss­neskum stjórn­völd­um, þving­unum sem við vitum að munu einnig snerta okkur með beinum og óbeinum hætti. Þetta gerum við vegna þess að það er rétt. Vegna þess að við finnum til með úkra­ínsku þjóð­inni. Og vegna þess að við viljum ekki heim þar sem réttur hins sterka er ótak­mark­að­ur. Fyrir okkur sem smáþjóð er mikið í húfi að lög og reglur haldi í sam­skiptum þjóða.

Ný heims­mynd

Inn­rásin í Úkra­ínu markar tíma­mót í sög­unni. Ráð­ist hefur verið að þeirri heims­mynd sem mót­að­ist eftir fall Berlín­ar­múrs­ins og byggði á fyr­ir­komu­lagi sem ríkt hafði í sam­skiptum vest­rænna þjóða frá lokum síð­ari heims­styrj­ald­ar. Fyr­ir­komu­lagi sem ein­kennd­ist af samn­ing­um, regl­um, alþjóð­legum stofnum og frjálsum við­skipt­u­m.

Við­brögð Vest­ur­landa hafa öll verið á einn veg. Mikil sam­staða hefur verið meðal þeirra um að aðstoða íbúa Úkra­ínu og treysta um leið sam­eig­in­lega örygg­is­hags­muni. Grunn­hlut­verk hvers ríkis er að tryggja öryggi borg­ara sinna. Flest ef ekki öll ríki í Evr­ópu eru nú að end­ur­skoða stefnu sína í örygg­is- og varn­ar­málum og innan ESB er rætt um að dýpka sam­vinnu á þessu sviði. Sum ríki hafa reyndar þegar breytt um stefnu. Þannig hafa Þjóð­verjar ákveðið að stór­auka útgjöld sín til varn­ar­mála. Í Sví­þjóð og Finn­landi hefur stuðn­ingur við aðild að NATO stór­auk­ist og meira að segja Sviss­lend­ingar víkja frá alda­langri hefð hlut­leys­is.

Ísland er hér engin und­an­tekn­ing. Flokkar sem lengi hafa haft efa­semdir um aðild Íslands að NATO virð­ast nú styðja hana. Fólk gerir sér nefni­lega grein fyrir því hve veik staða okkar er án sam­vinnu og sam­starfs við önnur vest­ræn lýð­ræð­is­ríki.

 

Örygg­is­hags­munir Íslands

Saga Evr­ópu er saga átaka. Eftir að síð­ari heims­styrj­öld­inni lauk var alger sam­staða í Evr­ópu um að breyta þyrfti sam­skiptum þjóða til að tryggja að slíkar hörm­ungar myndu aldrei end­ur­taka sig. Hug­myndin var að sam­þætta hags­muni sem flestra ríkja þannig að stríð yrði „ekki ein­ungis óhugs­andi heldur raun­veru­lega ómögu­leg­t,“ eins og sagði í Schuman-­yf­ir­lýs­ing­unni frá 1950 sem lagði grunn­inn að Evr­ópska kola- og stál­banda­lag­inu, fyr­ir­renn­ara Evr­ópu­sam­bands­ins. Í grunn­inn er ESB nefni­lega frið­ar­banda­lag þar sem sam­eig­in­legar reglur gilda. Um svipað leyti stóðu ríki Vest­ur­-­Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku að stofnun Atl­ants­hafs­banda­lags­ins sem er sam­eig­in­legt varn­ar­banda­lag til að verj­ast ytri ógn­um.

Ísland gerð­ist aðili að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu strax við stofnun þess. Rétti­lega var það mat íslenskra stjórn­valda að þannig væri örygg­is­hags­munum Íslands best borg­ið. Þó svo að skiptar skoð­anir séu um aðild Íslands að Atlands­hafs­banda­lag­inu, þá er og hefur lengi verið mik­ill stuðn­ingur við aðild­ina meðal almenn­ings. Þátt­taka Íslands í þessu varn­ar­sam­starfi lýð­frjálsra ríkja á vest­ur­hveli jarðar hefur enda reynst okkur ákaf­lega vel.

Inn­rásin í Úkra­ínu kallar á umræðu um hvernig haga beri örygg­is- og varn­ar­málum hér á landi til fram­tíð­ar, hvaða breyt­ingar komi þar til greina og hverjar þeirra þjóni best okkar hags­mun­um. Það gefur auga­leið að öryggi okkar hlýtur áfram að stórum hluta að byggj­ast á virkri þátt­töku í stofn­unum Atl­ants­hafs­banda­lags­ins og tví­hliða varn­ar­samn­ingi okkar við Banda­rík­in. En átök í heimi nútím­ans snú­ast ekki síður um við­skipti og tak­mark­anir þeirra. Við­skipta­hags­munir eru örygg­is­hags­mun­ir. Þeir snú­ast um það sem kalla má efna­hags­legt öryggi. Ísland er lítið opið hag­kerfi sem byggir vel­megun sína á við­skipt­um. Vest­ur­lönd eru sam­stíga í því að beita rúss­nesk stjórn­völd harð­ari við­skipta­þving­unum en áður hafa þekkst. Við­skipta­þving­anir í hnatt­væddum heimi hafa allskyns ófyr­ir­séðar afleið­ingar fyrir við­skipti milli landa. Skortur verður á hrá­vöru og mat­vælum sem kallar á við­brögð ríkja til að tryggja eigin hags­muni. Óvissan er því mikil um fram­tíð­ina. Hvernig getur Ísland dregið úr þess­ari óvissu og tryggt efna­hags­legt öryggi þjóð­ar­inn­ar?

Efna­hags­legt öryggi Íslands

Mögu­leik­arnir virð­ast í fljótu bragði ein­ungis vera tveir, að halla sér að Banda­ríkj­unum eða halla sér að Evr­ópu. Nokkrir mein­bugir eru á þétt­ari efna­hags­sam­vinnu við Banda­rík­in. Kerfi fyrir slíka sam­vinnu er ekki til stað­ar. Einnig hafa stjórn­mál í Banda­ríkj­unum horft meira og meira inn á við á und­an­förnum árum og áhugi þeirra á vanda­málum ann­arra hefur dvínað að sama skapi. Því er aug­ljósa svarið að halla sér að Evr­ópu. Aðild að Evr­ópu­sam­band­inu er besta trygg­ingin sem Íslandi stendur til boða til að tryggja við­skipta­hags­muni og efna­hags­legt öryggi þjóð­ar­innar á þeim við­sjár­verðu tímum sem framundan eru. Aðildin að Evr­ópska efna­hags­svæð­inu hefur vissu­lega reynst okkur vel á þeim tæp­lega þremur ára­tugum sem liðnir eru frá því að það varð til. En hún mun ekki duga til í breyttum heimi. Aðeins full aðild að ESB mun tryggja þá mik­il­vægu þjóð­ar­hags­muni sem hér um ræð­ir.

Ef núver­andi stjórn­völd ætla að axla ábyrgð á öryggi Íslands við þær aðstæður sem nú eru uppi í heim­inum þurfa þau að end­ur­vekja og ljúka aðild­ar­við­ræðum Íslands við Evr­ópu­sam­band­ið. Í þessu fælist ekki ákvörðun um aðild. Sú ákvörðun á að liggja hjá þjóð­inni. Þjóðin getur hins vegar ekki tekið afstöðu til aðild­ar­samn­ings sem ekki er búið að semja.

Því skora ég á Alþingi og rík­is­stjórn Íslands að bregð­ast við þeirri ógn sem við nú stöndum frammi fyrir með því að hefja að nýju og ljúka aðild­ar­við­ræðum við ESB. Það er besta leiðin til að tryggja efna­hags­legt öryggi þjóð­ar­innar til fram­tíð­ar.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 13. mars 2022