Þrot fjármálaráðherra

Á dög­un­um sagði fjár­málaráðherra frá því á blaðamanna­fundi að Íbúðalána­sjóður færi að óbreyttu í þrot eft­ir 12 ár og myndi við það reyna á rík­is­ábyrgð. Sagði hann þrjá val­kosti í stöðunni; (1) að ríkið standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar, (2) að líf­eyr­is­sjóðir gangi til samn­inga við ríkið og (3) að sjóður­inn verði strax sett­ur í þrot með laga­setn­ingu. Fyrsti kost­ur­inn virt­ist ekki of­ar­lega í huga ráðherra og ekki raun­veru­lega á dag­skrá. Fjár­málaráðherra boðaði hins veg­ar „sparnað“ fyr­ir rík­is­sjóð sem vakti strax spurn­ing­ar á blaðamanna­fundi sem varðaði mikið og langvar­andi tap. Hvar ligg­ur „sparnaður“ í slíkri stöðu? „Sparnaður­inn“ að sögn ráðherra felst í að líf­eyr­is­sjóðir eiga að gefa eft­ir kröf­ur sín­ar. „Sparnaður­inn“ er að aðrir eiga að taka reikn­ing­inn.

 

Aðgerðal­eysi fjár­málaráðherra

Hið mikla fjár­tjón Íbúðalána­sjóðs á sér póli­tísk­ar ræt­ur. Það er ræki­lega staðfest í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar. Þar seg­ir ber­um orðum að tveir flokk­ar eigi þetta klúður, Fram­sókn­ar­flokk­ur og Sjálf­stæðis­flokk­ur. Lær­dóm­ur­inn hlýt­ur að vera að stjórn­völd horf­ist í augu við af­leiðing­arn­ar af ábyrgðarlaus­um kosn­ingalof­orðum. Árið 2013 kom út skýrsla um rekstr­ar­erfiðleika og svart­ar framtíðar­horf­ur Íbúðalána­sjóðs. Aðgerðal­eysi fjár­málaráðherra frá út­gáfu skýrsl­unn­ar vek­ur spurn­ing­ar um ábyrgð. Ráðherr­ann hef­ur farið með yf­ir­stjórn op­in­berra fjár­mála og efna­hags­mála frá ár­inu 2013, þar með talið rík­is­ábyrgðir.

 

Lyk­il­spurn­ing­um ósvarað

Fjár­málaráðherra hef­ur látið vinna lög­fræðiálit þar sem val­kost­ur hans um að setja ÍL-sjóðinn í þrot er tal­inn stand­ast lög. Þar er mik­ill þungi lagður í að fjalla um inn­tak ábyrgðar rík­is­sjóðs, sem er ekk­ert sér­stakt álita­efni. Lítið sem ekk­ert er hins veg­ar vikið að grund­vall­ar­atriðum máls­ins; hvort líf­eyr­is­sjóðir hafi yf­ir­leitt heim­ild og umboð til að gefa eft­ir kröf­ur á kostnað um­bjóðenda sinna. Um heim­ild­ir rík­is­ins til að slíta ÍL-sjóðnum vís­ar lög­fræðiálitið mest­megn­is til neyðarlag­anna sem sett voru í hrun­inu. Það er nátt­úr­lega með ólík­ind­um að vísa til slíks þegar eng­ar slík­ar aðstæður eru nú fyr­ir hendi. Nema fjár­málaráðherra telji raun­veru­lega að efna­hagsaðstæður á Íslandi séu sam­bæri­leg­ar við 2008. Það væru stór tíðindi ef svo er.

 

Vinst­ris­innaðasta aðgerð Íslands­sög­unn­ar?

Mörg­um stór­um laga­leg­um spurn­ing­um er hins veg­ar ósvarað. Hver er t.d. staða þeirra sem setj­ast við samn­inga­borð með fjár­málaráðherra þegar laga­setn­ing blas­ir við þeim ef samn­ing­ar nást ekki? Hvert er umboð líf­eyr­is­sjóða til að semja um eft­ir­gjöf á kröf­um fyr­ir hönd skjól­stæðinga sinna? Væri slík laga­setn­ing aft­ur­virk? Fer fjár­málaráðherra fram af meðal­hófi? Hverj­ar eru heim­ild­ir Alþing­is til að setja rík­isaðila í slitameðferð? Þekk­ist sam­bæri­leg nálg­un um skulda­bréf með rík­is­ábyrgð? Á eign­ar­rétt­ur­inn að víkja fyr­ir mark­miði fjár­málaráðherra um að bæta stöðu rík­is­sjóðs?

Þess­um spurn­ing­um er ósvarað. Þess vegna hef ég óskað eft­ir því í fjár­laga­nefnd að unnið verði lög­fræðiálit fyr­ir Alþingi og hef­ur sú ósk verið samþykkt. For­senda þess að þingið geti tekið af­stöðu til hug­mynda ráðherr­ans er að þess­um lyk­il­spurn­ing­um verði svarað. Meg­in­regl­an er að samn­ing­ar skulu standa. Meg­in­regl­an er að líf­tími skulda­bréfa stend­ur. Í því ljósi þarf Alþingi að skoða val­kosti og hug­mynd­ir fjár­málaráðherra og svara hvort þetta sé mögu­legt. Hvað þarf til að koma til að hægt sé að breyta leik­regl­um eft­ir á – bara vegna þess að láns­kjör­in eru rík­inu óhag­stæð núna?

Fjár­málaráðherra seg­ist vera boðberi frels­is og vernd­ar eign­ar­rétt­ar­ins. Val­kost­ur hans um að setja ÍL-sjóð í slit er hörð vinstri beygja frá því. Í því ligg­ur mögu­legt þrot hans.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. nóvember 2022