14 feb Nýtt embætti, prófkjör og málefnaráð í samþykktum
Á landsþingi Viðreisnar, sem haldið var 10.-11. febrúar, samþykktu félagsmenn nokkrar breytingar á samþykktum.
Samþykkt var að setja á fót nýtt embætti ritara í stjórn Viðreisnar. Var Sigmar Guðmundsson kosinn fyrsti ritarinn. Með þeirri breytingu var meðstjórnendum fækkað úr fimm í fjóra. Kjósa skal fyrst til formanns, þá til varaformanns og loks til ritara. Öll þrjú embættin geta ekki verið mönnuð einstaklingum af sama kyni. Var einnig fellt út skilyrðið um að formaður og varaformaður geti ekki verið af sama kyni.
Frestur til framboða á landsþingi var styttur, frá því að vera að meginreglu, á hádegi tveimur dögum fyrir þing í að verð klukkustund áður en kosning fer fram.
Þá var samþykkt að stefnt skuli að prófkjöri við val á efstu sætum, nema landshlutaráð eða sérfélög innnan sveitarfélaga ákveði annað. Þá var einnig samþykkt svokölluð ABBA regla, um að jafnt kynjahlutfall sé í efstu sætum en einstaklingar af sama kyni geti þó verið hvor á eftir öðrum í fjóru efstu sætunum.
Málefnastarf Viðreisnar tekur nokkrum breytingum með nýjum samþykktum. Í stað þess að starfrækja málefnanefndir er eitt málefnaráð sem hefur það hlutverk að leiða stefnumótun og afmörkun einstakra mála og málaflokka. Málefnastarfið er skipað sex fulltrúum og tveimur til vara, auk varaformanns sem leiðir málefnaráð. Ráðið mun kjósa sér varaformann og ritara. Markmiðið er að virkja grasrót flokksins, efla innra starf og hvetja til áframhaldandi stefnumótunarvinnu og ályktanagerða.
Þá voru samþykktar fjórar minni háttar breytingar: um að félög Viðreisnar í sveitarfélögum megi stofna hverfafélög, með samþykki stjórnar; um að stjórn sveitarstjórnarráðs sé skipuð formanni og fjögurra manna stjórn; um að störf innan flokksins séu auglýst; og lítilsháttar breytingar til að verða við óskum Skattsins vegna skráningar á Stjórnmálasamtakaskrá.
Uppfærðar samþykktir má finna hér.