Peningar heimilanna

Lang­flest heim­ili lands­ins líða fyr­ir hið sér­ís­lenska vaxta­ok­ur. Og sí­fellt fleiri átta sig á lausn­inni; að taka upp not­hæf­an gjald­miðil. En það er fleira sem íþyng­ir ís­lensk­um heim­il­um. Rík­is­stjórn­in eyðir ein­fald­lega um efni fram. Á hverju ári frá 2019 hef­ur rík­is­stjórn­in eytt meiri pen­ing­um en hún hef­ur aflað. Það geng­ur aug­ljós­lega ekki til lengd­ar og mun óhjá­kvæmi­lega enda í skatta­hækk­un­um verði ekki breyt­ing á. Rík­is­stjórn­in hef­ur ekki einu sinni svig­rúm til þess að reisa mik­il­væga varn­argarða við Svartsengi og um Grinda­vík án þess að leggja nýj­an skatt á heim­ili lands­ins.

Al­menn­ing­ur á Íslandi má ekki við því að greiða hærri skatta. Við greiðum þegar eina hæstu skatta í heimi en þjón­ust­an sem við fáum á móti end­ur­spegl­ar það ekki. Fólk þarf að bíða í marga mánuði eft­ir tíma hjá heilsu­gæslu. Biðin eft­ir ann­arri og sér­tæk­ari þjón­ustu er stund­um mæld í árum. Örorku- og elli­líf­eyr­isþegar búa við lök kjör og víða þarf átak þegar kem­ur að end­ur­bót­um og upp­bygg­ingu á innviðum mik­il­vægr­ar þjón­ustu.

Það er aug­ljóst að lausn­in er ekki að láta al­menn­ing í land­inu borga meira. Það þarf að ráðast í gagn­gera end­ur­skoðun á því í hvað pen­ing­ar hins op­in­bera fara. Það þarf alls­herj­ar til­tekt í rík­is­rekstr­in­um. Aðeins þannig get­um við bætt op­in­bera þjón­ustu og tek­ist á við mik­il­væg verk­efni framtíðar­inn­ar án þess að sækja í vasa millistétt­ar­inn­ar sem hef­ur held­ur bet­ur fundið fyr­ir verðbólg­unni og til­heyr­andi vaxtaáþján á eig­in skinni.

Hluti af vand­an­um er yf­ir­drátt­ar­lán rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Á næsta ári mun ríkið borga 110 millj­arða króna í vexti. Það er meira en tvö­föld sú fjár­hæð sem mennta- og barna­málaráðuneytið fær í öll sín verk­efni. Það er meira en ríkið ver á ári í ör­orku og mál­efni fatlaðra. Það væri næst­um hægt að tvö­falda fram­lög til sjúkra­húsþjón­ustu fyr­ir þessa fjár­hæð og rúm­lega fjór­falda fram­lög til lög­regl­unn­ar. Það er veru­lega gagn­rýni­vert að áhersla rík­is­stjórn­ar­inn­ar skuli ekki vera á niður­greiðslu skulda til að lækka vaxta­kostnað. Þegar litið er til þess að ríkið, líkt aðrir sem lifa hér í krónu­hag­kerf­inu, borg­ar marg­falda vexti á við það sem þekk­ist í öðrum lönd­um er það ekki bara gagn­rýni­vert, held­ur óskilj­an­legt.

Þessu þarf að breyta. Áhersl­ur Viðreisn­ar á ráðdeild í rík­is­rekstri þurfa að fá braut­ar­gengi. Áhersl­ur á að ríkið hafi skýra sýn á helstu verk­efni og for­gangsraði fjár­mun­um í nauðsyn­lega þjón­ustu. Ríkið þarf að draga úr óþarfa eyðslu sem ýtir und­ir verðbólgu og skatta­hækk­an­ir. Það þarf skiln­ing á því að skatt­ar séu nýtt­ir í mik­il­væga sam­fé­lagsþjón­ustu en ekki sem af­sök­un fyr­ir óráðsíu í rík­is­rekstri. Þetta er jú pen­ing­ar heim­il­anna.

 

Greinin birtist fyrst í morgunblaðinu 27. nóvember 2023