Bætum þjónustu við aldraða

Átta­tíu og níu ára gam­all faðir minn er svo lán­sam­ur að hafa fengið pláss á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Ísa­fold í Garðabæ og þar nýt­ur hann bestu þjón­ustu sem hægt er að hugsa sér. Fyr­ir rúmu ári var hann ekki svo hepp­inn en þá veikt­ist hann á eig­in heim­ili og var flutt­ur á bráðadeild Land­spít­al­ans í Foss­vogi. Hann fékk ynd­is­leg­ar mót­tök­ur og náði ótrú­leg­um bata en þá tók við erfið og ann­ars kon­ar bar­átta. Dvaldi hann sam­an­lagt í fjóra mánuði á bráðamót­töku og lang­legu­deild spít­al­ans en þrátt fyr­ir að hafa náð sér fljótt af sjálf­um veik­ind­un­um var hann ekki nægi­lega vel á sig kom­inn til að eiga aft­ur­kvæmt heim. Engu að síður átti hann eng­an rétt á að fá inni á hjúkr­un­ar­heim­ili því hann hafði ekki notið neinn­ar þjón­ustu frá heima­hjúkr­un eða heimaþjón­ustu áður en hann veikt­ist. Hann sat því fast­ur á sjúkra­hús­inu, var orðinn hluti af frá­flæðis­vanda kerf­is­ins og tók legupláss frá veiku fólki. Níu mánuðum síðar og eft­ir að hafa verið í biðrými á Víf­ils­stöðum í fimm mánuði komst hann loks inn á hjúkr­un­ar­heim­ili og fékk þar með þá þjón­ustu sem hann þarfnaðist. Sag­an af föður mín­um er ekki eins­dæmi því fjöl­marg­ir aldraðir bíða eft­ir að kom­ast í hjúkr­un­ar­rými og sum­ir bíða leng­ur en hann eft­ir að fá þjón­ustu við hæfi.

Fjöldi aldraðra ein­stak­linga bíður eft­ir að fá þjón­ustu sem þeir eiga full­kom­inn rétt á til að geta notið efri ár­anna með reisn. Þessi bið í óvissu er erfið og það get­ur tekið á and­lega að eiga skyndi­lega hvergi heima. Því er mik­il­vægt að við vökn­um sem sam­fé­lag og hug­um að and­legri heilsu þessa mik­il­væga hóps.

And­leg heilsa hjá öldruðum er sem bet­ur fer að fá meiri at­hygli, þar sem hún hef­ur mik­il áhrif á lífs­gæði og vel­ferð þeirra sem eld­ast. Þessi þátt­ur heils­unn­ar get­ur skipt sköp­um fyr­ir sjálf­stæði, fé­lags­lega þátt­töku og al­menna vellíðan. Því er mik­il­vægt að skilja hvað hef­ur áhrif á and­lega heilsu aldraðra, hvaða áskor­an­ir fylgja aldr­in­um og hvaða stuðning­ur er mik­il­væg­ur til að viðhalda eða bæta and­lega heilsu á efri árum.

Það eru fjöl­marg­ar leiðir fær­ar til að bæta and­lega heilsu hjá öldruðum og styðja við þá til að halda góðri líðan og þátt­töku í sam­fé­lag­inu.

Fé­lags­leg þátt­taka

Fé­lags­leg þátt­taka hef­ur já­kvæð áhrif á sjálfs­mynd og vellíðan aldraðra. Fé­laga­sam­tök, tóm­stund­ir, sjálf­boðaliðastarf og skipu­lagðir viðburðir, sem taka mið af eldri borg­ur­um, gefa þeim tæki­færi til að vera í sam­skipt­um við aðra og upp­lifa sam­fé­lags­lega teng­ingu.

Hreyf­ing og heilsu­efl­ing

Reglu­leg hreyf­ing, eins og göngu­ferðir, létt­ar æf­ing­ar eða sund, hef­ur ekki aðeins góð áhrif á lík­am­lega heilsu, held­ur bæt­ir einnig and­lega líðan. Lík­am­leg virkni dreg­ur úr streitu og stuðlar að betri svefni, sem hef­ur já­kvæð áhrif á and­lega heilsu.

Meðferð við and­leg­um veik­ind­um

Fyr­ir aldraða sem glíma við þung­lyndi, kvíða eða önn­ur geðræn vanda­mál get­ur sál­fræðiaðstoð, hug­ræn at­ferl­is­meðferð og lyfjameðferð hjálpað mikið. Meðferð vinn­ur á van­líðan og stuðlar að því að fólk upp­lifi já­kvæðari til­finn­ing­ar og meiri lífs­gæði.

Hvatn­ing til sjálf­stæðis

Það er mik­il­vægt að aldraðir fái stuðning við að halda sjálf­stæði eins lengi og unnt er. Að skapa hvata og mögu­leika til sjálfsu­mönn­un­ar, eins og sjálfs­um­hirðu og heim­il­is­rekstr­ar með stuðningi, hef­ur já­kvæð áhrif á sjálfs­mynd og líðan.

Hjúkr­un­ar­heim­ili

Þjón­usta á hjúkr­un­ar­heim­il­um, hvort sem er dag­vist­un eða til var­an­legr­ar bú­setu, veit­ir öldruðum stuðning við nauðsyn­leg­ar at­hafn­ir. Hjúkr­un­ar­heim­ili veita þeim líka ör­yggi, þannig að þeir geti lifað líf­inu með reisn, þrátt fyr­ir and­lega og lík­am­lega hrörn­un.

Aldraðir eiga að sjálf­sögðu að geta lifað sjálf­stæðu lífi á eig­in heim­ili sem lengst en það þarf að byggja fleiri þjón­ustu­íbúðir fyr­ir aldraða og við þurf­um að fjölga hjúkr­un­ar­rým­um fyr­ir þá sem ekki geta búið leng­ur heima og þurfa á auk­inni þjón­ustu að halda.

Viðreisn legg­ur áherslu á að stuðla að fé­lags­legu sam­neyti og þátt­töku aldraðra í sam­fé­lag­inu til að draga úr ein­veru og auka lífs­gæði þeirra.

Hjálp­umst að við að breyta þessu til hins betra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. nóvember 2024