Góð heimsókn Renew Europe

Viðreisnarfólk fjölmennti á góðan fund í gærkvöldi til að ræða um áhrif smærri ríkja í Evrópusambandinu. Við fengum til okkar góða gesti úr hópi Evrópuþingmanna í flokkahópnum Renew Europe. Þau Valérie Hayer, leiðtogi Renew Europe og Evrópuþingmaður fyrir Renaissance, Frakklandi; Urmas Paet, sérstakur erindreki Evrópuþingsins í málefnum Norðurslóða og Evrópuþingmaður fyrir Eesti Reformierakond, Eistlandi; og Sigrid Friis, Evrópuþingmaður fyrir Radikale Venstre, Danmörku. Þeirra að auki sátu í pallborði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Viðreisnar stýrði fundi.

Fram kom í máli Evrópuþingmannana að pólitískt landslagt í Evrópu hafi mikið breyst frá því fyrir 10 árum síðan og mat þeirra sé að vegna geopólítskrar stöðu Íslands sé mikill vilji innan ESB að fá Ísland sem aðildarríki og styrkja stöðu Íslands í evrópufjölskyldunni. Þau töluðu öll skýrt með það að þetta yrðu samningaviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Þau voru líka sammála um að þeirra sjálfstæðu heimaríki, Frakkland, Danmörk og Eistland væru öll mun sterkari innan Evrópusambandsins heldur en utan.

Valérie Hayer tók sérstaklega fram hvað franskir bændur væru sterkari innan CAP, sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB. Urmas Paet og Sigrid Friis, tóku fram hvað Eistland og Danmörk væru sterkari inna sameiginlega markaðarins, þar sem heimamarkaðurinn væri nú orðinn 500 milljóna markaður, í stað markaðs fyrir kannski milljón manns.

Urmas og Sigrid voru bæði sammála um að sem “minni ríki” innan ESB kæmi styrkleikur þeirra skýrlega fram í því að þau ættu sæti við borðið, sem þau hefðu ekki ef þau væru bara innan EES. Ísland myndi eiga sex þingmenn í Evrópuþinginu en Eistland ætti t.d. sjö þingmenn. Af þeim væru tveir þingmenn sem væru sérstakir erindrekar Evrópuþingsins í ákveðnum málefnum og ættu því mikla möguleika á að hafa áhrif á stefnu ESB í þeim málum. Það stæði því upp á hugsanlega þingmenn Íslands innan Evrópuþingsins að gera sig gildandi til að hafa áhrif, sem skipti mun meira máli en stærð ríkisins.

Innan Evrópuþingis hefur Renew Europe einnig sérstöðu að mati Valérie, forseta Renew. Það er sá flokkahópur sem Evrópuþingmenn Viðreisnar myndi tilheyra ef við göngum í ESB. Innan Renew er fjölbreyttur hópur þingmanna sem getur vegið mál og metið raunsætt án öfga og nær að byggja brýr, sem flokkahópur frjálslyndra miðjuflokka.

Það var afar fróðlegt að fá innsýn þessara reynslumiklu Evrópuþingmanna um áhrif og mikilvægi smærri ríkja í ESB. Bestu þakkir til ykkar allra sem mættu í gærkvöldi og tóku þátt í samtalinu, hvort sem það var í persónu eða í streymi