22 apr Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslistinn sem Viðreisn kynnir fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 25. september næstkomandi er í Suðurkjördæmi.
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur og bæjarfulltrúi í Árborg, skipar þriðja sæti listans og Elva Dögg Sigurðardóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur, er í fjórða sæti.
Listinn er skipaður tuttugu öflugum frambjóðendum. Þau eru á öllum aldri með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu og hafa sameiginlega sýn á framtíð íslensks samfélags.
Notast er við svokallaða fléttulista á framboðslistum Viðreisnar þar sem hver frambjóðandi má ekki vera af sama kyni og sá sem skipar sætið á undan.
Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi:
- Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Reykjanesbær.
- Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum. Hveragerði.
- Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur og bæjarfulltrúi í Árborg. Selfoss.
- Elva Dögg Sigurðardóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur. Reykjanesbær.
- Axel Sigurðsson, matvæla- og búfræðingur. Selfoss.
- Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lögmaður. Hveragerði.
- Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingur. Reykjanesbær.
- Kristina Elísabet Andrésdóttir, viðskiptafræðingur. Reykjanesbær.
- Bjarki Eiríksson, sölu- og þjónusturáðgjafi. Hella.
- Jasmina Vajzović Crnac, stjórnmálafræðingur. Reykjanesbær.
- Jóhann Karl Ásgeirsson, háskólanemi. Hveragerði.
- Kristjana H. Thorarensen, geðtengslafræðingur. Þorlákshöfn.
- Halldór Rósmundur Guðjónsson, lögfræðingur. Reykjanesbær.
- Justyna Wroblewska, deildarstjóri í leikskóla og nemi í mannauðsstjórnun. Reykjanesbær.
- Heimir Hafsteinsson, trésmíðameistari og aðstoðarmaður byggingafulltrúa í Rangárþingi ytra. Hella.
- Kolbrún M. Haukdal Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Vestmannaeyjar.
- Alfreð Alfreðsson, leiðsögumaður. Vestmannaeyjar.
- Guðbjörg Ingimundardóttir, sérkennari. Suðurnesjabær.
- Hannes Sigurðsson, framkvæmdastjóri. Þorlákshöfn.
- Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur. Selfoss.