Breytum þessu

Vext­ir, verðbólga og biðlist­ar. Þetta eru mál­efn­in sem brenna á heim­il­um lands­ins í aðdrag­anda kosn­inga og þetta eru áskor­an­ir sem Viðreisn hef­ur skýr svör við, bæði til skemmri og lengri tíma. Sam­töl full­trúa Viðreisn­ar við fólk víðs veg­ar um landið und­an­farn­ar vik­ur og mánuði sýna líka svo ekki verður um villst að það er eng­in eft­ir­spurn eft­ir nei­kvæðri kosn­inga­bar­áttu sem snýst um að reyna að „taka póli­tíska and­stæðinga niður“. Fólk vill lausnamiðuð stjórn­mál þar sem hags­mun­ir al­menn­ings eru í fyr­ir­rúmi. Þetta hef­ur frá upp­hafi verið leiðarljós Viðreisn­ar og verður áfram.

Í vik­unni birti stétt­ar­fé­lagið Viska grein­ingu sem sýn­ir að kaup­mátt­ur ungs fólks á aldr­in­um 30-39 ára hef­ur staðið í stað í tvo ára­tugi á Íslandi og á sama hef­ur ójöfnuður á milli kyn­slóða auk­ist meira á Íslandi en ann­ars staðar á Norður­lönd­um. Unga fólkið á Íslandi virðist þannig í allt ann­arri og verri stöðu í sam­an­b­urði við eldri kyn­slóðir. Þetta er nöt­ur­leg staðfest­ing á því sem all­ir vita. Viðvar­andi verðbólga og sturlað vaxtaum­hverfi á Íslandi hef­ur lagt sér­stak­lega þunga byrði á herðar ung­um fjöl­skyld­um sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið.

Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að nú­ver­andi staða er af­leiðing þess að stjórn­völd hafa ekki ráðið við að tryggja hér mik­il­væg­an stöðug­leika í efna­hags­líf­inu til lengri tíma. Risa­sveifl­urn­ar sem ís­lensk­um heim­il­um er boðið upp á aft­ur og aft­ur eru ekki nátt­úru­lög­mál. Það er ís­lenska krón­an sann­ar­lega ekki held­ur. Þetta þarf alls ekki að vera svona.

Við munum einhenda okkur í að takast á við vaxtaokrið.

Á sama tíma og við í Viðreisn höf­um verið óþreyt­andi í því að gagn­rýna þann óþarfa auka­kostnað sem krón­an legg­ur á heim­ili lands­ins treyst­um við okk­ur í það verk að byggja hér upp stöðug­leika til lengri tíma en nokk­urra mánaða, hvaða gjald­miðil sem við not­um. Stöðug­leika sem leyf­ir okk­ur að lækka vexti til framtíðar og hjálp­ar okk­ur að áætla fram í tím­ann.

Ef við fáum til þess umboð mun­um við ein­henda okk­ur í að tak­ast á við vaxta­okrið og taka til í rekstri rík­is­ins til þess ná niður verðbólgu og for­gangsraða út­gjöld­um í þágu heim­ila og at­vinnu­lífs. Við mun­um setja geðheil­brigðismál og mennta­mál í for­gang og efla lög­gæslu lands­ins. Við vilj­um líka leyfa þjóðinni að ákveða í þjóðar­at­kvæðagreiðslu hvort klára eigi aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. Og síðast en alls ekki síst þá tek­ur Viðreisn skýr skila­boð um vanda unga fólks­ins al­var­lega og þar er verk að vinna.

Það er ekki eft­ir neinu að bíða. Breyt­um þessu.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 25. nóvember 2024